Font Size

Profile

Layout

Direction

Menu Style

Cpanel

Frjálsar

Að vera íþróttaforeldri

  • Skoða sem PDF skjal

adveraithrottaforeldri

Það er margt sem felst í því að vera íþróttaforeldri, stuðningur, kostnaður, þátttaka, sjálfboðaliðastarf og margt fleira. Eitthvað sem fæst okkar hafa fengið undirbúning fyrir eða kynningu á því við hverju við megum búast. Nú er tækifærið til að fá fræðslu um hvað felst í því að vera íþróttaforeldri. Frjálsíþróttadeildin hvetur alla íþróttaforeldra til að kíkja á fyrirlesturinn, hvort sem iðkendinn stunda fimleika, körfu, knattspyrnu eða frjálsar. Allir velkomnir og frítt inn.

Frjálsíþróttadeildin hvetur alla íþróttaforeldra til að koma og hlusta á Helga Rafn og taka unglinginn með.

Opið mót í frjálsum 4. mars

  • Skoða sem PDF skjal

opid mot í frjalsum 17

Helga Jóna keppir á RIG

  • Skoða sem PDF skjal

Helgu Jónu Svansdóttur frjálsíþróttakonu í Hetti var boðið að taka þátt í Reykjavík International Games eða RIG. Frjálsíþróttakeppnin verður 4. febrúar. HelgaJona

Þetta er stórt skref að fá boð á alþjóðlelgt íþróttamót en Helgu var boðin þátttaka í 60m hlaupi, sem hún þáði. Frjálsíþróttamót RIG er svokallað EAA "Permit" mót en sem sýnir að staðall mótsins sem snýr að framkvæmd og umgjörð er af háaum gæðum og háð alþjóðlegum reglum. Samvkæmt tímaseðli á heimassíðu Frjálsíþróttasambandsin á Helga Jóna að keppa kl. 13:10 en mótið hefst kl. 13;00.

Við fylgjumst að sjálfsögðu spennt með, óskum Helgu Jónu góðs gengis og hvetjum alla til að kíkja á völlinn.

Æfingar vorönn 2017

  • Skoða sem PDF skjal

Æfingar í frjálsum íþróttum á vorönn 2017 verða sem hér segir
Æfingar 5-10 ára þriðjudaga og fimmtudag frá 15:30-16:30 (eins báða dagana)


11. ára og eldri þriðjudag 17:30-19:00 og fimmtudaga frá kl. 16:30-18:00 (ath aðeins breyttur æfingatími)

 

Æfingar byrja þriðjudaginn 10. Janúar

 

Þjálfarar eru Lovísa Hreinsdóttir, Hildur Bergsdóttir, Mikael Máni Freysson og Helga Jóna Svansdóttir. Gestaþjálfari í blaki mun koma inn á æfingar með yngri krökkum af og til í vetur.

Innanfélagsjólastlúttmót

  • Skoða sem PDF skjal

Frjálsíþróttadeildin mun standa fyrir innanfélags Jóla slútt móti á síðustu æfingu annarinnar, fimmtudaginn 15. desember. Farið verður í nokkrar greinar og mældur árangur. Meðal greina verða langstökk án atrennu, hástökk án atrennu, hlaup og kastgrein. Eitthvað verður sprellað í lokin og fengið sér piparkökur og safa.

Við þurfum öll að hjálpast og viljum við því hvetja alla foreldra til að mæta með börnum sínum og aðstoða við mótið. Þetta er að sjálfsögðu fyrir alla iðkendur frjálsíþróttadeildarinnar, á öllum aldri.

Jóla slútt mótið verður frá kl. 16:30-18:30 - sjáumst hress!!

stjórnin

You are here