Leikmannafréttir úr körfuboltanum

ágú 19, 2020 | Körfubolti

Við höfum samið við Shavar Newkirk um að leika með liðinu í Dominosdeildinni á tímabilinu sem hefst eftir rúman einn og hálfan mánuð.
Shavar er 24 ára gamall bakvörður sem átti góðan skólaferil í St. Josheps háskólanum og hefur leikið í Pro A í Þýskalandi síðusta eitt og hálft tímabil. Við gerum ráð fyrir að Shavar komi til landsins um mánaðarmótin og bjóðum við hann velkominn til félagsins!

Fyrr í sumar var samið við Juan Luis Navarro um að spila með okkur á næsta tímabili auk þess sem hann kemur að þjálfun yngri flokka. Juanlu eins og hann er kallaður kemur í næstu viku á Héraðið. Hann er framherji sem getur leyst stöðu miðherja og ólst upp hjá Valencia eins og góður vinur hans David Guardia sem hefur verið hjá okkur síðustu 2 ár við góðan orðstýr. Juanlu hefur leikið með Paterna og þjálfa yngri flokka þar síðust ár.

Ný styttist í stuðið þó svo að deildarbikarinn sem átti að vera fyrir tímabil hafi verið felldur niður.

Pin It on Pinterest