Góðan daginn og gleðilega körfuknattleiksvertíð!

sep 18, 2020 | Körfubolti

Nú fer tímabilið að hefjast og þá er ekki seinna vænna en að tryggja sér aðgang að leikjum
Hattar í Dominosdeildinni þennan veturinn.

Við höfum til sölu ársmiða og einnig er að hefjast annað ár Stuðningsmannaklúbbsins þar
sem klúbbmeðlimir greiða fast mánaðargjald í eitt ár til stuðnings félaginu.
Ársmiðar gilda á allar heimaleiki Hattar í deildinni. Gildir ekki í bikar- eða úrslitakeppni.
Verð: 15.000
ME verð: 7.500

Nálgast má ársmiða hjá leikmönnum Hattar, stjórnarmeðlimum og þjálfara, auk þess sem
hægt er að senda tölvupóst á asthj@simnet.is til þess að kaupa miða.
Stuðningsmannaklúbburinn fór fyrst af stað hjá okkur fyrir ári síðan og fyrsta árið voru
meðlimir rúmlega 30. Gríðarleg ánægja var með umgjörðina um klúbbinn og vonumst við til
þess að meðlimum fjölgi.

Hvað er innifalið í Stuðningsmannaklúbbnum?
– Frítt á alla heimaleiki Hattar tímabilið 2020-2021 í deildar-, bikar-, og úrslitakeppni.
– Frátekið sæti að eigin vali í stúku
– Fríar veitingar á öllum heimaleikjum Hattar
– Upphitun fyrir valda heimaleiki þar sem þjálfari Hattar kynnir upplegg leiksins og situr fyrir
svörum.
– Kynningarkvöld fyrir tímabilið
– Jólaveisla formannsins
– Lokahóf
– Stuðningsmannabolur
– Áskrift að HötturTV útsendingum á Youtube
Mánaðargjald: 4.000 kr
Hjónagjald: 6.000 kr
Binding til 12 mánaða.

Skráning í klúbbinn fer fram hjá leikmönnum, stjórnarmeðlimum og þjálfara, auk þess sem
hægt er að senda ósk um skráningu á asthj@simnet.is
Ykkar stuðningur er okkur mikils virði!
Okkur langar einnig að benda á að mfl. Karla leikur æfingaleik gegn Sindra, sunnudaginn
20.september kl 15 í MVA-höllinni. Allir velkomnir.
Fyrsti leikur í deild er svo fimmtudaginn 1.október kl 18:30, gegn Grindavík í MVA-höllinni
hér á Egilsstöðum.

Takk fyrir stuðninginn!
Áfram Höttur

Pin It on Pinterest