Leiðbeiningar fyrir nýja notendur Sportabler

ágú 26, 2021 | Höttur

Opna hlekkinn hér á heimasíðu Hattar sem heitir „Sportabler“ og velja þar námskeið. Í framhaldinu fer af stað ferli þar sem aðgangur fyrir forráðamann er stofnaður með rafrænum skilríkjum, gengið frá greiðslufyrirkomulagi s.s. hvort nýta eigi tómstundastyrk og hvort/hvernig skipta eigi greiðslum.

Að lokum mælum við með því að forráðamenn sæki Sportabler appið og skrái sig þar inn á sínum aðgang.
Þegar búið er að kaupa námskeið í fyrsta skipti og þar með stofna aðgang, þá er í framhaldinu afskaplega einfalt að velja önnur námskeið fyrir þá iðkendur sem eru undir hverjum forráðamanni fyrir sig

Pin It on Pinterest