Íþróttamenn Hattar 2021

jan 7, 2022 | Höttur

Íþróttamenn Hattar 2021 voru heiðraðir með öðruvísi hætti í ár en aðeins var skotið upp glæsilegri flugeldasýningu kl 18:00 í dag frá Vilhjálmsvelli.

Þau sem hlutu nafnbótina eru eftirfarandi:

Knattspyrnumaður Hattar : Brynjar Þorri Magnússon                                           

Fimleikamaður Hattar : Bjartur Blær Hjaltason

Frjálsíþróttamaður Hattar : Birna Jóna Sverrisdóttir

Körfuboltamaður Hattar : David Guardia  Ramos

Taekwondomaður Hattar : Sigurjón Torfi Sigurðarson

Allt eru þetta glæsilegir fulltrúar Hattar á sínum sviðum og verður gaman að fylgjast með þeim áfram næstu árin.

Íþróttamaður Hattar 2021 er svo Brynjar Þorri Magnússon.

Brynjar Þorri hefur tekið mikil framfaraskref síðustu ár, hann er uppalinn hjá félaginu og hefur verið stoð og stytta liðsins innan sem utan vallar. Hann átti sitt besta sumar í búningi Hattar árið 2021 og var lykilmaður í liðinu sem tryggði sér sæti í deild ofar eftir sumarið. Hann er miðjumaður að upplagi en getur leyst fleiri stöður á vellinum. Hann hefur einnig þjálfað yngri flokka innan félagsins og staðið sig með sóma í því hlutverki.    

Starfsmerki Hattar fengu þau Davíð Þór Sigurðarson og Hugrún Hjálmarsdóttir, sannir Hattarar sem eru alltaf til í að leggja sitt af mörkum. Þökkum þeim kærlega fyrir þeirra framlag.Við óskum öllu þessu frábæra Hattarfólki til hamingju og hlökkum til íþróttaársins 2022.

Pin It on Pinterest