Sumaræfingar körfuknattleiksdeildar Hattar

jún 6, 2022 | Körfubolti

Það verður nóg um að vera í körfunni í sumar og hefjast sumaræfingar 8. júní nk.
Skráning á sumaræfingar fara fram í gegnum Sportabler og verður hægt að skrá frá og með 7.júní.

Fyrsti og annar bekkur verða í námskeiðsformi (unnið með sumarfrístund) og verður fyrri vikan 13.-16.júní og síðari vikan er svo 8.-11.ágúst og verður æft frá 11:00 til 12:00.
Gjaldið fyrir hvora viku er 3000 kr

3. til 6. bekkur æfa á sama tíma og verða mánudaga og miðvikudaga frá 16:30-17:30 og fyrsta æfing er 8.júní og verður æft í sex vikur (síðasta æfing 13.júlí).
Gjaldið fyrir vikurnar sex er 12.000 kr

7. til 10. bekkur æfa saman og verða mánudaga og miðvikudaga frá 17:30-19:00 í körfubolta og eru þriðjudaga og fimmtudaga frá 18:00-19:00 í styrktarþjálfun (fyrsta æfing 8.júní og síðasta æfing 14.júlí).

Gjaldið fyrir vikurnar sex er 20.000 kr

Þjálfari á sumaræfingum er Adam Eiður Ásgeirsson en einnig koma Einar Árni Jóhannsson og Viðar Örn Hafsteinsson að þjálfun hópanna.

Okkur langar líka að benda á https://www.karfan.is/ihandle/ sem er námskeið sem verður í Ásgarði í Garðabæ 27.-29.júní og er fyrir leikmenn 11 til 18 ára. Þjálfarinn á þessu námskeiði er Shawn Faust sem er mjög fær einstaklingsþjálfari.

Pin It on Pinterest