Birna Jóna Sverrisdóttir valin í hóp sem keppir á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar

júl 13, 2022 | Frjálsar

Það er svo dásamlegt að fylgjast með íþróttafólkinu okkar þessa dagana og mikið að gerast. Það er frábært að geta sagt frá því að Birna Jóna Sverrisdóttir hefur náð þeim árangri í sleggju að hún er valin til að keppa fyrir Ísland á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar sem fram fer í Slóvakíu 24. – 30. júlí. Stór hópur ungmenna er að fara til að keppa í ýmsum greinum og er Birna Jóna ein af 4 keppendum í frjálsum íþróttum. Hægt er að lesa allt um keppnina á heimasíðu ÍSÍ.
https://isi.is/frettir/frett/2022/07/12/Thatttakendur-a-EYOF-2022/
Við óskum Birnu Jónu til hamingju með þennan árangur og hlökkum til að fylgjast með þessu ævintýri.

Pin It on Pinterest