Iðkendur fimleikadeildar Hattar valdir í unglingalið Íslands í hópfimleikum fyrir Evrópumótið 2022

júl 27, 2022 | Fimleikar

Iðkendurnir Ásgeir Máni Ragnarsson, Bjartur Blær Hjaltason, Gísli Már Þórðarson og Þorvaldur Jón Andrésson hafa verið voru valdir í landslið blandaðs liðs unglinga og Andrés Ívar Hlynsson var valinn í landslið drengja. Evrópumótið í hópfimleikum fer fram dagana 14. – 17. september 2022 í Lúxemborg.

Drengirnir hafa æft á landsliðsæfingum í sumar fyrir sunnan en einnig hafa verið æfingar fyrir þá hérna fyrir austan.

Aldrei hafa svona margir iðkendur frá Hetti verið valin í landslið í hópfimleikum. Fimleikadeildin er stolt af árangri drengjanna og óskar þeim góðs gengis í verkefninu sem framundan er.

Sjá frétt á vefsíðu fimleikasambandsins

höttur fimleikar
Mynd af liðinu sem drengirnir kepptu með í vetur.

Pin It on Pinterest