Tímatafla fyrir Yngri flokka veturinn 2022-2033 er komin í loftið.

ágú 17, 2022 | Fótbolti

7. – 3. flokkur
Nýtt tímabil hefst 1. október og opnað verður fyrir skráningar 15. september.
Nánari upplýsingar þegar nær líður.


8. flokkur – Börn fædd 2017-2018
Boðið verður uppá 8 vikna fótboltanámskeið frá 7. september – 26. október.
Opnað verður fyrir skráningu 20. ágúst.

Knattspyrnuæfingar fyrir börn fædd 2016 hefjast 29. ágúst.
Frítt verður að æfa út september fyrir árganginn – Tökum vel á móti öllum sem vilja kynnast fótboltanum – Þarf ekki að skrá – Bara mæta!
Nýtt tímabil hefst 1. október og opnað verður fyrir skráningar 15. september.
Iðkendur hefja þá æfingar með 7. flokki (árgangar 2016 og 2015) og geta æft 1x-3x í viku allt eftir hvað hentar hverjum og einum.


Egilsstaðaskóli mun bjóða upp á gæslu og aðstöðu fyrir börn sem eru að fara á æfingu beint eftir skóla, frá 13:40-14:00, til þess að borða nesti sem þau taka með að heiman. Börnin munu svo ganga yfir í íþróttahús þar sem tekið verður á móti þeim í anddyri íþróttahúss/fjölnotahúss þar sem þau gera sig klár á æfingu og fara inn í sal þar sem þjálfarar taka á móti þeim.

Pin It on Pinterest