Allir með- Skráningar á haustönn

sep 5, 2022 | Allir með!

Nú er síðari prufuvikunni að ljúka og því hefur verið opnað fyrir skráningar á haustönn í Allir með fyrir 1-2 bekk. Skráningarnar gilda fram að áramótum en þá verður möguleiki á að skipta um greinar.

Við vonum að þetta sé nokkuð skýrt inn á Sportabler, en ef einhver vandræði verða við skráningar þá má senda póst með kennitölu barns á hottur@hottur.is og við leysum saman úr því.

Í sundið er hámarksfjöldi 15 börn í hvern hóp, en þau börn sem ekki komast að í sund á haustönn eiga forgang á vorönn.

Munum
Allir með er verkefni í mótun og verða fyrstu vikurnar nýttar til að fínpússa alla anga. Því er mikilvægt að foreldrar taki virkan þátt í að minna sín börn á það að morgni hvort og þá í hvaða íþrótt þau eru að fara. Eins að passa upp á að þau séu í fatnaði sem hentar (stuttbuxum og bol innan undir) og með nesti sem er hollt og gott.

Pin It on Pinterest