Jólasýning Fimleikadeildar Hattar fór fram laugardaginn 10. desember, tvær sýningar voru sýndar. Rúmlega 270 iðkendur og 17 þjálfarar tóku þátt í sýningunni, 4 ára og eldri. Fjöldi sjálfboðaliða tóku þátt í sýningunni og aðstoðuðu við allskonar verkefni á borð við andlitsmálun, miðasölu, vinnu í sjoppu, gæslu, frágang, þrif og fleira. Án þeirra hefði sýningin ekki gengið upp.
Sýningin var byggð á myndinni Madagaskar 3 þar sem að sebrahestur, ljón, gíraffi og flóðhestur lentu í ævintýri á leið sinni aftur heim í dýragarðinn sinn, ferðin var háskaför þau ganga í sirkus á flótta sínum undan dýrafangari sem var á eftir þeim.
Hlutverk iðkenda í sýningunni:
- Krílahópar -Mörgæsir
- 1.bekkur – Apar
- 2.bekkur – Ljónið Alex
- 5.flokkur – Sirkúsdýr
- 4.flokkur – Blettatígur
- 3. og 2.flokkur – sebrahesturinn Marteinn
- Meistaraflokkur Mix og þjálfarar – Sirkúsdýr
- Áhugahópur stúlkna eldri – Flóðhesturinn Gloría
- Áhugahópur stúlkna yngri – Gíraffinn Marteinn
- Áhugahópur drengja – Lemúrar
- Dýrafangi – Þorgerður Sigga
- Sögumaður – Emilía Anna
Hægt er að horfa á jólasýninguna á Youtube
Brot úr sýningu og sýninguna í heild
Frábært að sjá enn og aftur samheldni og hjálpsemi hjá ykkur öllum. Við erum í skýjunum yfir því hvernig til tókst og erum við ævinlega þakklát fyrir alla aðstoð. Einnig þökkum við öllum sem mættu að horfa. Hlökkum til að endurtaka leikinn að ári.







