Jólasýning 2022 fimleikadeildarinnar

des 12, 2022 | Fimleikar

Jólasýning Fimleikadeildar Hattar fór fram laugardaginn 10. desember, tvær sýningar voru sýndar. Rúmlega 270 iðkendur og 17 þjálfarar tóku þátt í sýningunni, 4 ára og eldri. Fjöldi sjálfboðaliða tóku þátt í sýningunni og aðstoðuðu við allskonar verkefni á borð við andlitsmálun, miðasölu, vinnu í sjoppu, gæslu, frágang, þrif og fleira. Án þeirra hefði sýningin ekki gengið upp.

Sýningin var byggð á myndinni Madagaskar 3 þar sem að sebrahestur, ljón, gíraffi og flóðhestur lentu í ævintýri á leið sinni aftur heim í dýragarðinn sinn, ferðin var háskaför þau ganga í sirkus á flótta sínum undan dýrafangari sem var á eftir þeim.

Hlutverk iðkenda í sýningunni:

  • Krílahópar -Mörgæsir
  • 1.bekkur – Apar
  • 2.bekkur – Ljónið Alex
  • 5.flokkur – Sirkúsdýr
  • 4.flokkur – Blettatígur
  • 3. og 2.flokkur – sebrahesturinn Marteinn
  • Meistaraflokkur Mix og þjálfarar – Sirkúsdýr
  • Áhugahópur stúlkna eldri – Flóðhesturinn Gloría
  • Áhugahópur stúlkna yngri – Gíraffinn Marteinn
  • Áhugahópur drengja – Lemúrar
  • Dýrafangi – Þorgerður Sigga
  • Sögumaður – Emilía Anna

Hægt er að horfa á jólasýninguna á Youtube

Brot úr sýningu og sýninguna í heild

Frábært að sjá enn og aftur samheldni og hjálpsemi hjá ykkur öllum. Við erum í skýjunum yfir því hvernig til tókst og erum við ævinlega þakklát fyrir alla aðstoð. Einnig þökkum við öllum sem mættu að horfa. Hlökkum til að endurtaka leikinn að ári.

Pin It on Pinterest