Jónas Ástþór Hafsteinsson "Hin hliðin"

  • Skoða sem PDF skjal

jonas hottur

 

Jónas Ástþór Hafsteinsson er 20 ára Egilsstaðabúi.Jónas spilaði sinn fyrsta leik með meistaraflokki Hattar sumarið 2009.Jónas starfaði í sumar sem flokkstjóri við vinnuskóla Fljótsdalshéraðs.

 Fullt nafn: Jónas Ástþór Hafsteinsson

Gælunafn/nöfn: Ekkert svo ég viti.
Óttar Steinn er eitthvað að reyna að innleiða „Nasi" sem mér persónulega
finnst óþolandi.

Aldur: 20

Giftur / sambúð: Nei nei

Börn: Engin

Kvöldmatur í gær: Piparsteik a la Bragi Emilsson

Uppáhalds matsölustaður: Domino's

Hvernig bíl áttu: Skoda Octavia

Besti sjónvarpsþáttur:  Ábyggilega Friends.  HA? var líka mjög góður á skjá
einum í vetur.

Uppáhalds hljómsveit: Skímó

Uppáhalds skemmtistaður: Símstöðin

Frægasti vinur þinn á Facebook: Simmi Vill, Ingó Veðurguð og Elli Mý

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: „Ath. 1210 í grunnskólanum"

Lýstu fallegasta marki sem þú hefur skorað í fótbolta:  Á móti Fjarðabyggð á mínu yngstaári í 2.flokk.  Þá fékk ég boltann á lofti rétt fyrir utan vítateig og tók „volley" upp í sammann.

Myndir þú „dýfa þér" í teignum, til að reyna að fiska víti? Að sjálfsögðu

Hvaða lið myndir þú aldrei styðja í brekkunni: Andstæðing Hattar

Þinn uppáhalds leikmaður Hattar frá upphafi, og hvers vegna: Maggi Jónasar, þvílíkt legend.  Mikill vítabani
og síðan fannst mér hann bara alltaf flottastur þegar ég var yngri.

Að þínu mati, hinir einu sönnu erkifjendur Hattar: Það þarf engum blöðum um það að fletta að
Fjarðabyggð eru hinir einu sönnu erkifjendur Hattar.

Sætasti sigur í sögu Hattar: Ábyggilega 5-4 sigurinn á Ægi Þorlákshöfn.

Mestu vonbrigðin, sem Hattari eða stuðningsmaður: Að liðið hafi ekki náð að vinna 2.deildina sumarið 2011.

Uppáhalds lið í enska: Arsenal

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í Hött: Atli Guðnason í FH

Fyrsta verk ef þú yrðir formaður rekstrarfélagsins í einn dag: Láta skipta um gras á vellinum og segja svo af mér.

Efnilegasti knattspyrnumaður Hattar: The big RP eða Ragnar Pétursson eins og hann er kallaður

Fallegasti Hattari allra tíma: Raggi Pé

Besti íþróttalýsandinn: Bjarni Fel...er þetta spurning?

Hver er mesti „töffarinn" á Héraði: Hafsteinn Jónasson

Uppáhalds staður á héraði: Hérað er uppáhalds staðurinn.

Segðu okkur frá skemmtilegu eða eftirminnilegu atviki sem þú hefur séð í „boltanum": Þegar við vorum að spila við Aftureldingu í 2.flokk sumarið 2011 átti sér stað það allra fyndnasta atvik sem ég hef orðið vitni af í boltanum. Þannig var mál með vexti að John Andrews var með flautuna í umrætt skipti og átti í brasi með að halda leiknum undir sinni stjórn.  Mikill hiti var í mönnum og Afturelding 2-1 yfir þegar við erum í sókn og Bragi Emilsson er að skýla boltanum upp við endalínu Aftureldingar, sparkar svo boltanum í varnarmann þeirra og fiskar
þannig horn.  Nokkuð hik kemur á Andrews sem virðist ekki hafa séð atvikið nægilega vel. Við þetta snýr Bragi sér að honum og öskrar af öllum lífs og sálar kröftum:"Ef þú dæmir ekki hornspyrnu....ÞÁ DREEEEEEEEP ÉG ÞIG!"  Títtnefndur Andrews lét ekki segja sér það tvisvar og dæmir rakleitt hornspyrnu, án frekari málamiðlanna.Einhverjir vildu að Bragi fengi að líta rauða spjaldið fyrir morðhótun á dómara en svo varð ekki.

Það var líkahelvíti fyndið þegar Óttar Guðlaugs missteig sig á leiðinni inn á völlinn á móti Sindra og þurfti að fara af velli eftir 5 mín.

Spilaðir þú fótbolta? Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Ég spilaði minn fyrstameistaraflokksleik sumarið 2009.

Það besta við fótboltann: Að spila hann.

Hvenær vaknarðu á daginn: Að morgni til, ekki alltaf á sama tíma.

Íþróttamaður ársins 2012: Gylfi Sig ef hann verður góður í vetur.

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Já, körfubolta og handbolta.

Hver var fyrsti knattspyrnuleikurinn sem þú mannst eftir að hafa séð : Höttur á móti Þrótti Nes þegar Hallur Ásgeirs rotaðist.

Uppáhalds íþróttavörumerki:  Nike

Í hverju ertu/varstu lélegastur í skóla:  Ekkert sérstakt sem ég er lélegur í...örugglega mæting ef það er eitthvað.

Vandræðalegasta augnablik: Ekkert sem ég man í augnablikinu.

Þín hugmynd að bættri fótboltamenningu á héraði: Að allir haldi áfram að styðja við bakið á liðinu.  Fólk gerir sér ekki grein fyrir því hvað stuðningur skiptir miklu máli fyrir lið eins og okkur.  Fleiri mættu hins vegar mæta á völlinn.

Skilaboð til Hattara fyrir sumarið 2012: Sameinaðir stöndum vér

You are here