Anton Helgi Loftsson "hin hliðin"

  • Skoða sem PDF skjal

antonhelgi hinhlidin

 

Anton Helgi Loftsson er 18.ára gamall markmaður sem uppalinn er hjá Hetti.Anton Spilaði nokkra leiki með Hetti í 1.deildinni í sumar og stóð sig með prýði,hann er efni í framtíðarmarkvörð Félagsins.

 

Fullt nafn: Anton Helgi Loftsson

Gælunafn/nöfn: Eitthverjir segja toni p, veit ekki afhverju

Aldur: 18

Giftur / sambúð: frjáls eins og fuglinn


Börn: ekki svo ég viti

Kvöldmatur í gær: Bræðingur frá Subway

Uppáhalds jólasveinn,af hverju: Giljagaur, vegna þess að það er eitthvað við þetta nafn


Uppáhalds jólamatur : Rjúpan klikkar ekki

 

Það besta við jólin: Klárlega að opna pakkana

 

Uppáhalds jólamynd: Home alone klikkar varla, svo tröli stal jólunum er fín

Uppáhalds jólalag: Rúdólf með rauða trýnið, allan daginn


Hvernig bíl áttu: Nizzan Almera

Besti sjónvarpsþáttur: er búinn að vera að horfa á Chuck, mjög góðir, og þeir verða fyrir valinu

Uppáhalds hljómsveit: Engin sérstök, en kings of leon eru til dæmis góðir


Uppáhalds skemmtistaður: er nú bara nýbyrjaður að mega fara á svoleiðis, segi því bara gamla símstöðin

Frægasti vinur þinn á Facebook: Það er auðvitað Kiddi vídeofluga

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: 13 réttir klárir?

Lýstu fallegasta marki sem þú hefur skorað í fótbolta: það er klárlega jöfnunarmarkið á móti Grindavík núna í sumar. Kem inná á 90 mín í stöðunni 0-1 , settur á miðjuna til að dreifa spilinu, fæ sendingu frá samherja og smelli honum í lærið á varnarmanninum og alveg uppí skeytin.

 

Myndir þú „dýfa þér“ í teignum, til að reyna að fiska víti? Klárlega, er svo lítið í teignum hjá mótherjanum að ég verð að fiska eitthvað þessi fáu skipti.

Hvaða lið myndir þú aldrei styðja í brekkunni: verður maður ekki að segja Fjarðabyggð

Þinn uppáhalds leikmaður Hattar frá upphafi, og hvers vegna: Ég verð að segja Andri Vals, og það er nú bara útaf krullunum. Krullur eru klárlega í minnihluta hjá Hetti.

Að þínu mati, hinir einu sönnu erkifjendur Hattar: Það er nú auðvitað Fjarðabyggð

Sætasti sigur í sögu Hattar: ætli það sé ekki 0-1 sigurinn á Fjarðabyggð í 2 deildinni.

Mestu vonbrigðin, sem Hattari eða stuðningsmaður: að hafa fallið niður úr 1.deild

Uppáhalds lið í enska: Arsenal

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í Hött: það væri Jóhannes Karl

Fyrsta verk ef þú yrðir formaður rekstrarfélagsins í einn dag: Koma Vilhjálmsvelli í frábært stand


Efnilegasti knattspyrnumaður Hattar: Hef heyrt að 4.fl. sé góður, segi að allur 4.fl sé efnilegastur

Fallegasti Hattari allra tíma: Elmar bragi, tattúin eru svaðaleg


Besti íþróttalýsandinn: eru ekki allir sammála um Valtý Björn eða?

Hver er mesti „töffarinn“ á Héraði: er nú ekki alveg viss, en er ekki Helgi Ómar svaka töffari
Uppáhalds staður á héraði: Garðurinn heima,klárlega

Segðu okkur frá skemmtilegu eða eftirminnilegu atviki sem þú hefur séð í „boltanum“: Er nú svo ungur og með lélegt minni. En ég man eftir því þegar Höttur og Huginn voru saman með lið og voru að spila. Við skorum svo mark og kemur þá ekki Jón Otti og stekkur uppá hrúguna sem leikmennirnir gerðu til að fagna markinu.

Spilaðir þú fótbolta? Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Föstudagurinn 13. Júlí 2012 spilaði ég minn fyrsta leik á íslandsmóti með Hetti.

Það besta við fótboltann: það sem er klárlega best við fótboltann, er að spila fótbolta

Hvenær vaknarðu á daginn: þegar skólinn er þá reyni ég að vakna í kringum 08:00

Íþróttamaður ársins 2012: Jón Margeir Sverrisson
Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Fylgist með Hetti í körfu og Íslenska landsliðinu í handbolta.

Hver var fyrsti knattspyrnuleikurinn sem þú manst eftir að hafa séð: ætli það sé ekki sami leikur og Otti stökk uppá leikmannahrúguna, Höttur/huginn vs eitthvað

Uppáhalds íþróttavörumerki: Segjum Nike

Í hverju ertu/varstu lélegastur í skóla: myndlist var aldrei mín sterka hlið.

Vandræðalegasta augnablik: Það er örugglega þegar ég var í 3.bekk og fór á klósettið til að pissa. Þorði ekki að læsa því læsingin festist oft. Og í miðjum klíðum opnar hún Bryndís Þóra hurðina. Þetta var allavega vandræðalegt á þessum tíma.

 

Þín hugmynd að bættri fótboltamenningu á héraði: ég veit ekki, verð að segja pass.

Skilaboð til Hattara fyrir Jólin: Gleðileg jól og farsælt komandi ár. klassískt bara

Segðu okkur eitthvað um þig sem afar fáir vita: Mjög fáir vita að ég gat, og vonandi get ég það ennþá, talað eins og hann Kermit froskur.

You are here