Leikmannasamningar hjá mfl.karla.

  • Skoða sem PDF skjal

007

Fimm leikmenn notuðu jólafríið til að skrifa undir nýjan samning við Hött.

 

  Þetta eru þeir Birkir Pálsson, Anton Helgi Loftsson, Marteinn Gauti Kárason, Steinar Aron Magnússon og Bjarni Þór Harðarson.  Það er frábært að Birkir hafi ákveðið að vera annað tímabil í sveitasælunni enda lykilmaður í liðinu.  Einnig er frábært að ungir og efnilegir leikmenn sýni tryggð við félagið.

Einnig er gert ráð fyrir að Högni Helgason, Stefán Þór Eyjólfsson og Tómas Arnar Emilsson semji við félagið á næstu dögum.  Þá er verið að skoða fleiri möguleika í leikmannamálum og vonandi koma fréttir af því fljótlega.

Áfram Höttur!!

You are here