Steinar Aron Magnússon "hin liðin"

  • Skoða sem PDF skjal

steinar aron

Steinar Aron Magnússon er 18.ára Egilsstaðabúi sem lék sinn fyrsta meistaraflokksleik gegn Leikni Fáskrúðsfirði í bikarkeppni ksí árið 2010,Steinar er sóknarmaður og á framtíðina fyrir sér.

 Fullt nafn: Steinar Aron Magnússon

Gælunafn/nöfn: Yfirleitt bara kallaður Steinar

Aldur: 18

Giftur / sambúð:  Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum þá er ég hvorugt

Börn: 0

Kvöldmatur í gær: Einhverskonar bollur ala mamma

Hvernig bíl áttu: Toyota Corolla

Besti sjónvarpsþáttur:  Ellen show

Uppáhalds hljómsveit: ég er alæta á tónlist

Uppáhalds skemmtistaður: Stofan heima

Frægasti vinur þinn á Facebook: Ryan Allsop

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Fundurinn er búinn

Lýstu fallegasta marki sem þú hefur skorað í fótbolta:  Sennilega á móti Þór Akureyri á Fellavelli í
4.flokki þegar við hefjum leik með boltann og ég og Helgi Steinar brunum fram
beint úr miðju, tökum 2 þríhyrningspil sem endar með hnitmiðuðu skoti upp í
samskeytin eftir um það bil 9 sekúndur af leiknum.

Myndir þú „dýfa þér" í teignum, til að reyna að fiska víti? Undir ákveðnum kringum stæðum alveg klárlega.

Hvaða lið myndir þú aldrei styðja í brekkunni: Ég á erfitt með að kalla áfram fjarðabyggð...

Þinn uppáhalds leikmaður Hattar frá upphafi, og hvers vegna: Alveg hlutlaust mat er Maggi Jónasar,óskiljanlegt hvernig þessi maður fangaði athygli allra sem mættu á völlinn með slíkum þokka og glæsileika.

Að þínu mati, hinir einu sönnu erkifjendur Hattar: Fjarðabyggð verð ég að segja en reyndar er Leiknir F alltaf að verða meira óþolandi.

Sætasti sigur í sögu Hattar: Þó svo sá sigur hafi ekki skipt öllu þá var helvíti gaman að hlusta á þulinn á Selfossvelli óska okkur til hamingju með að vera komnir upp í 1.deild eftir sigurinn á Árborg.

Mestu vonbrigðin, sem Hattari eða stuðningsmaður: Horfa á liðið mitt falla  s.l  sumar.

Uppáhalds lið í enska: Liverpool

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í Hött: Björn Benediktson úr 6.apríl

Fyrsta verk ef þú yrðir formaður rekstrarfélagsins í einn dag: Stækka heimaklefann útí skóginn og gera hann örlítið huggulegri, koma fyrir heitum potti sem leikmenn Hattar geta notið góðs af eftir æfingar og annað slíkt.

Efnilegasti knattspyrnumaður Hattar: Ég ætla að segja 4.flokkurinn okkar, hann lofar góðu.

Fallegasti Hattari allra tíma: Maggi Jónasar

Besti íþróttalýsandinn: Gummi Ben

Hver er mesti „töffarinn" á Héraði: Nágranni minn Berg Valdimar.

Uppáhalds staður á héraði: Fótboltavellirnir

Segðu okkur frá skemmtilegu eða eftirminnilegu atviki sem þú hefur séð í „boltanum": Var í 7.flokki á Króksmóti á Sauðárkróki þegar við erum að
spila við Tindastól. Leikurinn er í járnum þegar Nökkvi Jarl og leikmaður
Tindastóls lenda í samstuði og við það meiðir Nökkvi sig eitthvað, hann stendur
upp og þeir ná góðu augnsambandi áður en leikmaður Tindastóls rekur upp þetta
skelfingaróp og tekur sprett í átt að stúkunni gólandi á mömmu sína með Nökkva
á hælunum sem var ekki á þeim nótunum að láta hann komast upp með þetta. Sem
betur fer náði Maríanna mamma Nökkva að stoppa hann í tæka tíð því annars hefði
sennilega farið illa fyrir stráknum. Viðar Örn skipti Nökkva útaf eftir þetta
atvik og bókstaflega borðaði derhúfuna sína af bræði.

Spilaðir þú fótbolta? Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: 2010 á móti Leikni F þegar við töpuðum í vítaspyrnukeppni í bikarnum.

Það besta við fótboltann: Skemmtunin

Hvenær vaknarðu á daginn: Reyni að rífa mig á fætur klukkan 8 fyrir skólann en það gengur misvel.

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: ég hef mikinn áhuga á körfubolta

Hver var fyrsti knattspyrnuleikurinn sem þú manst eftir að hafa séð: Huginn/Höttur voru að spila við Neista á seyðisfjarðavelli að mig minnir

Uppáhalds íþróttavörumerki:  Nike

Í hverju ertu/varstu lélegastur í skóla: Jafn lélegur/góður í öllu.

Vandræðalegasta augnablik: Eins og mig langar að hafa eitthvað að segja þá er ég bara svo óreyndur í lífinu ennþá að ég finn ekkert.

Þín hugmynd að bættri fótboltamenningu á héraði: ?

Skilaboð til Hattara fyrir komandi tímabil: Mætum á völlinn, það skiptir meira máli en þið haldið.

Segðu okkur eitthvað um þig sem afar fáir vita: Hef aldrei klúðrað vítaspyrnu í leik.

You are here