Herrakvöld rekstrarfélags Hattar.

  • Skoða sem PDF skjal

herrakvold rekstrarfelags hattar

Herrakvöld knattspyrnudeildar Hattar skal nú endurvakið eftir margra ára bið og fer það fram í Hlymsdölum, föstudaginn 26. apríl.

Húsið opnar kl. 18, borðhald hefst kl. 19 og dagskrá lýkur kl. 23:30.
...
Meistaralegar veitingar verða í boði ásamt skemmtiatriðum, uppboðum, happdrætti, ræðumanni kvöldsins og að sjálfsögðu heimspeki.

Veislustjóri er enginn annar en hinn eini sanni Sigurður Magnússon og mun hann meðal annars segja sögur af markinu sem hann skoraði gegn skaganum, um miðja síðustu öld og flétta ofan af helstu leyndardómum og samsæriskenningum varðandi það.

Gott tækifæri fyrir herramenn á Fljótsdalshéraði til að koma saman, skemmta sér og leggja á ráðin fyrir sumarið.

Miðinn kostar 5.500 krónur og þá er hægt að panta hjá Eysteini (694-5215), Berg Valdimar (868 3514) og Helga (8611792), eða með því að senda póst á netfangið Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

Forsala miða er til þriðjudags.

Þetta getur ekki klikkað!

You are here