Jafntefli og tap hjá meistaraflokkum Hattar.

  • Skoða sem PDF skjal

fanney kristins

Meistaraflokkur kvenna fór suður með sjó og mættu Grindarvíkurstúlkum á meðan meistaraflokkur karla fékk Hamar frá Hveragerði í heimsókn á Vilhjálmsvöll.

 

Stelpurnar léku sinn 3 leik í B riðli 1.deildar kvenna þegar þær mættu Grindavík en áður höfðu þær unnið 0-3 útisigra gegn Fjarðabyggð og Sindra.Stelpurnar byrjuðu leikinn vel og leiddu 0-2 þegar flautað var til hálfleiks.Mörk Hattar skoruðu Fanney og Heiðdís.

Í síðari hálfleik sótti Grindavík í sig veðrið og náði að jafna með mörkum á 52. og 65. mín og þar við sat,niðurstaðan því jafntefli 2-2.

Grindavík hefur farið vel af stað í riðlinum og m.a unnið KR og   er því óhætt að seigja að stelpurnar hafi náð í gott stig á erfiðum útivelli.

Næsti leikur hjá stelpunum er á Vilhjálmsvelli föstudaginn 21.júní kl 20:00.

Meistaraflokkur karla tók á móti Hamar frá Hveragerði á Vilhjálmsvelli í dag og bauð Arionbanki öllum frítt á völlinn,fínustu aðstæður voru til knattspyrnuiðkunnar.Höttur var líklegra liðið í fyrri hálfleik en ekki vildi boltinn í netið þrátt fyrir ágætis færi heimamanna .Gestirnir fengu sín færi líka en þó ekki eins hættuleg og færi Hattar.

Í síðari hálfleik var þetta ósköp svipað heimamenn fengu nokkur góð færi og vantaði herslumuninn til að skora,Hamar skoraði svo sigurmarkið skömmu fyrir leikslok og vildu einhverjir fá dæmda rangstöðu,svo varð ekki og lokatölur 0-1 fyrir Hamar.

 

Næsti leikur hjá strákunum er gegn Reyni Sandgerði á útivelli 22.júní.

ÁFRAM HÖTTUR!

You are here