Höttur og Dalvík/Reynir skildu jöfn.

  • Skoða sem PDF skjal

scott goodwin viti mfl kk fagna

Meistaraflokkur karla tók á móti Dalvík/Reyni á Vilhjálmsvelli s.l föstudagskvöld,Dalvík/Reynir var um miðja deild fyrir leikinn meðan heimamenn sátu í botnsæti deildarinnar.Aðstæður til knattspyrnuiðkunnnar voru fínar,blautur völlur,logn og lítilsháttar rigning og sólin lét sjá sig.

 Leikurinn var ekki nema  þriggja mínútna gamall þegar gestirnir komast upp vinstri kantinn og senda fasta fyrirgjöf á nærstöng og boltinn hrekkur af Kris Byrd og í netið,staðan orðin 0-1 fyrir gestina.

Strákarnir voru staðráðnir að láta mótlætið ekki hafa áhrif á sig og um miðjan hálfleikinn fær Höttur aukaspyrnu á ákjósanlegum stað,Elvar tekur spyrnuna sem er virkilega góð,boltinn stefndi efst í markhornið en markmaður Dalvíkr/Reynis nær á einhvern ótrúlegann hátt að setja fingurgómana í boltann og verja í horn.

Skömmu síðar kemst Garðar í gott færi  í vítateig gestana en skotið fer naumlega framhjá,á þessum tímapunkti virtist bara vera spurning um hvenær Höttur myndi skora mark.Það var þá sem að  gestirnir eiga skot sem fór í hönd Joe Lamplough og dómari leiksins gat ekki sleppt því að dæma víti.Eins og áður sagði þá voru strákarnir staðráðnir að láta ekki mótlætið hafa áhrif á sig og tók Scott markmaður Hattar sig til og varði vítið örugglega við mikinn fögnuð heimamanna.

Undir lok fyrri hálfleiks komst Garðar í gegnum vörn gestana og skoraði örugglega fram hjá Markmanni D/R og staðan því 1-1 í hálfleik.

Í síðari hálfleik stjórnuðu heimamenn leiknum og voru miklu líklegri til að bæta við marki en allt kom fyrir ekki og endaði leikurinn með 1-1 jafntefli.

Myndirnar tók Grétar Reynisson

Lið Hattar:

                                                        Scott

Runólfur                         Birkir                Joe                    Kris Byrd

                                                        Jónas

                                        Elmar                   Óttar G

Garðar                                                                             Friðrik

                                                        Elvar

Bekkur: Anton,Brynjar,Valdi,Jörgen,Bragi,Steinar og Jonathan.

Næsti leikur er gegn Sindra á Höfn á þriðjudaginn 2.júlí kl 20:00   Áfram Höttur!!

You are here