1.deild kvenna Höttur - Grindavík.

  • Skoða sem PDF skjal

 heiddis mflkvk mark

Hattarstúlkur tóku á móti Grindavík á mánudaginn s.l en Grindavík spilaði við Fjarðabyggð um helgina og sigruðu þær 1-4 og voru því enn taplausar í deildinni í sumar þegar þær mættu á Vilhjálmsvöll.

 Leikurinn byrjaði nokkuð fjörlega og voru Hattarstúlkur líklegri,komust tvistvar í gegnum vörn gestana en voru dæmdar rangstæðar.Höttur fékk svo hornspyrnu á 23.mínútu en gestirnir koma boltanum út úr teignum,höttur sendir boltanum aftur  inn á teiginn og var Signý fyrst að átta sig og skoraði með föstu skoti upp í þaknetið,staðan orðin 1-0.

Grindavík jafnaði svo leikinn í 1-1 á 29.mínútu eftir lága fyrirgjöf inn á markteig sem fór í gegnum vörn Hattar og sóknarmaður Grindavíkur skoraði örugglega.Strax í kjölfarið átti Heiðdís góðann sprett upp hægri kantinn og sendir góðann bolta yfir á fjarstöng á Katie sem á skot á mark en varnarmenn Grindavíkur bjarga í horn,Sigga þjálfari átti svo fínann skalla naumlega yfir markið  eftir hornspyrnuna.

Grindavík áttti svo skot við vítateiginn á 33.mínútu sem datt ofan á markslá Hattar og aftur fyrir markið.Kristin Inga átti svo skot á mark gestana á 43.mínútu eftir flottan undirbúning frá Magdalenu en markmaðurinn sá við henni.

Undir lok fyrri hálfleiks átti Shelby markmaður Hattar langt útspark inn fyrir vörn Grindavíkur og komst Magdalena ein á móti markmanni gestana en átti slakt skot sem var varið.

Staðan 1-1 þegar flautað var til hálfleiks.

Ekki var liðið mikið af síðari hálfleik þegar Heiðdís fékk góða sendingu inn fyrir vörn gestana og skoraði örugglega fram hjá marmanni Grindavíkur,staðan orðin 2-1 á 53.mínútu.Heiðdldur ís var svo aftur á ferðinni á 57 mínútu þegar hún kemst inn í sendingu milli varnarmanna grindavíkur  og leggur boltann örugglega fram hjá markmanni gestana og í netið,kæruleysi í vörn Grinavíkur,staðan orðin 3-1.

Leikurinn Róaðist héldur eftir þriðja mark Hattar,en Hattarstúlkur alltaf  líklegri.Lokatölur urði 3-1 fyrir Hött sem áttu sigurinn fyllilega skilið og fyrsta tap Grindavíkur í deildinni staðreynd.

Áfram Höttur!!

You are here