Körfuknattleikur

Yngri flokkar - Meistaraflokkur

Naumt tap gegn Skallagrími

  • Skoða sem PDF skjal

Fyrsti leikur Íslandsmótsins gegn Skallagrími tapaðist naumlega 70 - 76. Hattarar komust einu stigi yfir þegar tvær mínútur voru til leiksloka en Skallagrímur var sterkari á endasprettinum. Danny Terrell og Viðar Örn voru atkvæðamestir hjá Hetti, Danny skoraði 25 stig, Viðar skoraði 22 stig og tók 9 fráköst. Fyrir utan Bandaríkjamanninn Danny Terrell er Hattarliðið nú eingöngu skipað heimamönnum. Byrjunin hjá Danny lofaði góðu og liðið sýndi góða takta í jöfnum og spennandi leik.

Næsti leikur Hattar er gegn Ármanni 17.10. í Reykjavík og svo gegn Leikni 21.10. heima.

Borði
You are here