Körfuknattleikur

Yngri flokkar - Meistaraflokkur

Tvíframlengdur leikur gegn Ármanni

  • Skoða sem PDF skjal

Það þurfti að tvíframlengja gegn Ármanni í dag til að knýja fram úrslit og þau urðu því miður 69-67 Ármenningum í vil. Staðan var 54-54 eftir venjulegan leiktíma og 62-62 eftir fyrri framlengingu. Við leiddum með tíu stiga mun í fjórða leikhluta en Ármenningum tókst að jafna með skoti á síðustu sekúndu leiksins. Við höfðum afar góð tækifæri til að klára leikinn bæði í venjulegum leiktíma og fyrri framlengingu en það tókst ekki og tapið svekkjandi. Liðið spilaði skynsamlega mestan tíma leiksins og vörnin var góð en skotanýtingin var slök. Næsti leikur er heima gegn Leikni næsta fimmtudag.

Borði
You are here