Körfuknattleikur

Yngri flokkar - Meistaraflokkur

Höttur - KR í bikarnum, 4. nóvember

  • Skoða sem PDF skjal

Höttur dróst á móti KR í 32 liða úrslitum Powerade-bikarsins í körfubolta.  KR-ingar eru með feykilega sterkt lið og er spáð Íslandsmeistaratitlinum í Úrvalsdeild á þessari leiktíð.  Höttur fékk heimaleik og það er ljóst að KR-inga bíður mjög erfitt verkefni að eiga við ógnarsterkt Hattarlið fyrir fullu húsi brjálaðra áhorfenda í Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum.  Leikurinn fer fram 4. nóvember nk.

Nú verða allir að mæta og sjá frábæran körfubolta á Egilsstöðum.  Athugið að miðaverð á leiki í bikarkeppninni er fast, 800 kr. á fullorðinn, eða aðeins hærra en tombóluverð Hattar á aðra heimaleiki liðsins.

Borði
You are here