Yngri flokkar - Æfingagjöld og greiðsluseðlar

  • Skoða sem PDF skjal

Ágætu foreldrar!

Sendir verða út greiðsluseðlar vegna æfingagjalda vorannar um miðjan febrúar með eindaga 1. mars.   Stjórn yngri flokka hefur ákveðið að bjóða foreldrum upp á að skipta greiðslum æfingagjalda í tvennt.  Þá mundi fyrri eindaginn vera 1. mars og seinni 1. apríl.

Þeir sem hafa áhuga á að nýta sér skiptinguna sendi póst á netfangið Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. með upplýsingum um barn/börn, kennitölu og flokk fyrir 7. febrúar.

Gjaldskrá æfingagjalda vegna vorannar er eftirfarandi:

8. flokkur (börn fædd 2005 og 2006) greiðir 6.000.- fyrir tímabilið 10. janúar til 10. júní.
3. til 7. flokkur greiða 18.000.- fyrir tímabilið frá 10. janúar til 10. júní.

3. til 7. flokkur greiða 10.000.- fyrir tímabilið frá 1. apríl til 10. júní (þetta er nýbreytni sem er ætlað að koma til móts við þá ekki vilja æfa yfir harðasta veturinn (t.d. vegna skíðaiðkunar).

Veittur er 10% systkinaafsláttur.

Við vekjum athygli foreldra á því að Höttur er ekki með slysatryggingu.  Það er því á ábyrgð foreldra að tryggja iðkendur, jafnframt er vakin athygli á því að við 16 ára aldur fellur ábyrgðartrygging heimilistryggingar niður.

Með kveðju,
Stjórn yngri flokka knattspyrnudeildar

You are here