Körfuknattleikur

Yngri flokkar - Meistaraflokkur

Bikarúrslitaleikur!

  • Skoða sem PDF skjal

10. flokkur Hattar í körfubolta gengur til leiks í Bikarúrslitaleik gegn Stjörnunni á sunnudaginn kl. 13.  Þetta er í fyrsta skipti, svo greinarhöfundur viti, að lið frá Hetti leikur Bikarúrslitaleik.  Laugardalshöllin var upptekin að þessu sinni fyrir Bikarúrslit í handbolta en leikur okkar manna fer fram að Ásvöllum í Hafnarfirði.  Hægt verður að fylgjast með leiknum í "beinni útsendingu" á vef www.kki.is eða www.karfan.is.

Strákarnir eiga ágæta möguleika á að leika í fjögurra liða úrslitum Íslandsmótsins síðar í vetur en liðið er í efsta riðli Íslandsmótsins.

Flesta leiki þarf 10. flokkurinn að sækja á suðvestur hornið og því fylgir ferðakostnaður. Í vikunni hafa strákarnir og aðstandendur haft samband við fyrirtæki á Austurlandi um stuðning til fararinnar á Bikarúrslitaleikinn.  Þeim hefur verið vel tekið og hafa fyrirtækin gefið andvirði ca. eins flugmiða hvert.  Gott fyrir strákana að fá þennan stuðning og að finna áhuga fyrir árangrinum.  Þeir sem ekki vilja missa af tækifærinu til að styðja 10. flokkinn á Bikarúrslitaleikinn geta lagt inn aur á reiknin körfuboltadeildarinnar, kt. 451191-1879, nr. 305 26 976 eða haft samband við Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.  :-)

Borði
You are here