Fimleikadeild Hattar íslandsmeistarar í gólfæfingum í 3.flokki

  • Skoða sem PDF skjal

T4_fimleikarHelgina 19. og 20. febrúar fór fram Unglinga- og Íslandsmót Fimleikasambands Íslands í Stjörnunni í Garðabæ. Fimleikadeild Hattar sendi þrjú lið sem kepptu í 3., 4. og 5. flokki í 1.deildinni. Þetta er stærsta mót vetrarins og fjöldi þátttakanda mikill. Í 5. flokki, sem er yngsti flokkurinn, lenti lið Hattar í 7. sæti af 16 liðum. Í 4. flokki lenti lið Hattar í 6. sæti af 18 liðum. Liðið náði bestum árangri á trampólíni og lenti í 2. sæti og munaði aðeins 0,1 að liðið yrði íslandsmeistari á trampólíni. Í þriðja og elsta hópnum lenti Höttur í 2. sæti með einkunnina 22.00 en Stjarnan rétt hafði Hött á heimavelli eftir mjög spennandi keppni með einkunnina 22,25, svo aðeins munaði 0.25. Þurfti að tvíreikna úrslit mótsins því mjótt var á munum. Í þessum flokki varð Höttur Íslandsmeistari í gólfæfingum.

Eftir Íslandsmótið var lið Hattar í æfingabúðum í fimleikahúsi Stjörnunnar og var mikil gleði að æfa við slíkan aðbúnað, en fimleikadeild Hattar vantar betri aðstöðu til fimleikaiðkunar. Miklar framfarir voru hjá krökkunum í æfingabúðunum og mörg ný stökk framkvæmd.

Á myndinni má sjá 3. flokk Hattar sem varð Íslandsmeistari í gólfæfingum og lengi í 2. sæti í samanlagðri einkunn.

You are here