Meistaraflokkur Hattar Deildarmeistari

  • Skoða sem PDF skjal

Um síðustu helgi fór fram síðasta mót vetrarins í 1.deildinni í hópfimleikum á Akureyri. Þrettán stúlkur mættu til keppni á laugardeginum 14 maí frá fimleikadeild Hattar með taugarnar þandar. Því fyrir mótið lá ljóst fyrir að tvö lið væru að keppa um deildarmeistaratitilinn,, Höttur og Stjarnan úr Garðabæ. Keppnin var mjög spennandi þar sem þessi tvö lið voru jöfn að stigum eftir mót vetrarins. Mikil samstaða var í liði Hattar þrátt fyrir mikla taugaspennu og vitandi það að ekkert mætti klikka og hver lending skipti máli. Lið Hattar sigraði á öllum áhöldum og vann mótið öruggt. Fyrr í vetur urðu stúlkurnar íslandsmeistarar á gólfæfingum og árangur liðsins alveg frábær á keppnistímabilinu. Liðið samanstendur af stúlkum sem hafa alist upp og æft hjá fimleikadeild Hattar frá ungum aldri og stór hluti hópsins eru þjálfarar hjá fimleikadeildinni.

Árangur vetrarins

Í vetur tóku 3 lið frá fimleikadeild Hattar þátt á öllum mótum vetrarins. Kepptu liðin í 1.deild Fimleikasambands Íslands og hafa ekki svo mörg lið tekið þátt í deildinni frá Hetti áður. Öll liðin frá Hetti hafa komist á verðlaunapall á mótum í vetur.

Mikill fjöldi keppanda á Vormóti FSÍ Akureyri

Á síðasta móti vetrarins fóru 63 keppendur, 7 lið frá fimleikadeildinni. Þar af voru 4 lið að keppa í fyrsta skipti, krakkar á aldrinum 9-12 ára. Tvö liðanna voru skipuð drengjum og tvö skipuð stúlkum. Krakkarnir stóðu sig mjög vel á sínu fyrsta móti og voru sér og öðrum til sóma.

You are here