Font Size

Profile

Layout

Direction

Menu Style

Cpanel

Tveir Íslandsmeistarar í spjótkasti

  • Skoða sem PDF skjal

Nú um helgina var Íslandsmót í frjálsum 15-22 ára haldið á Akureyri. Þrír iðkendur Frjálsíþróttadeildar Hattar tóku þátt á mótinu og urðu tveir þeirra Íslandsmeistarar í spjótkasti. Alls komu keppendurnir þrír heim með 10 verðlaun. Brynjar Gauti Snorrason varð Íslandsmeistari í spjótkasti 18-19 ára pilta með 39,43m og Daði Fannar Sverrisson varð Íslandsmeistari í spjótkasti 15 ára pilta með 46,53m. Daði Fannar fékk silfurverðlaun í fjórum greinum, sleggjukasti (41,44m), kringlukasti (40,58m), kúluvarpi (12,51m) og þrístökki (10,60m) og bronsverðlaun í 100m grind (16,78 s). Brynjar Gauti varð annar í 1500m hlaupi á 4,59,51 mín og þriðji í 800m á 2,21,89 mín. Þriðji keppandinn, Örvar Þór Guðnason fékk bronsverðlaun í hástökki en hann stökk 1,83m.  Þessir efnilegu íþróttamenn fá innilegar hamingjuóskir með glæsilegan árangur.

You are here