Körfuknattleikur

Yngri flokkar - Meistaraflokkur

Ungt lið og tveir erlendir leikmenn í körfunni

  • Skoða sem PDF skjal

Tveir erlendir leikmenn eru komnir til Hattar í körfuboltanum. Þetta eru Bandaríkjamennirnir Michael Sloan og Trevon Bryant. Michael er 1,96 m. á hæð og Trevon er 2,09. Báðir léku í bandarísku UBA deildinni í sumar en hafa einnig reynslu frá S-Ameríku og Trevon hefur leikið í Búlgaríu og Japan.

Tveir íslenskir leikmenn hafa komið til liðsins, þeir Bjarki Oddsson sem í fyrra lék með Þór Akureyri og Frosti Sigurðsson sem áður hefur leikið með Hamri. Allir nýju leikmennirnir styrkja hópinn verulega en annars samanstendur liðið af ungum leikmönnum Hattar og strákarnir úr bikarmeistaraliði 10. flokks frá í fyrra munu nú einnig gegna mikilvægum hlutverkum í meistaraflokknum

Borði
You are here