Körfuknattleikur

Yngri flokkar - Meistaraflokkur

Höttur - ÍA, 26. jan. kl. 18:30

  • Skoða sem PDF skjal

Höttur leikur gegn ÍA í 1. deild Íslandsmótsins fimmtudaginn 26. janúar kl. 18:30 í Íþróttahúsinu á Egilsstöðum.

Hattarliðið byrjaði mótið með fimm sigrum en nú er að baki sex leikja taphrina.  Mikilvægt er að komast aftur í gang og ná sigri gegn ÍA.  Hattarliðið á ennþá góða möguleika á að komast í úrslitakeppni um sæti í Úrvalsdeild en lið númer 2 - 5 í deildinni munu keppa um laust sæti þar.  Efsta liðið í 1. deild fer beint upp og Ísfirðingar eru langleiðina búnir að tryggja sér það sæti en að öðru leyti er deildin jöfn og mörg lið eiga möguleika á sæti í úrslitakeppninni.

Staðan í 1. deildinni er þannig:  KFÍ 24 stig/13 leikir, Skallagrímur 16/11, Breiðablik 14/12, Hamar 12/11, ÍA 12/11, Höttur 10/11, Þór A 10/12, FSU 8/12, ÍG 8/13, Ármann 4/12.

Borði
You are here