Heimsókn á Höfn

  • Skoða sem PDF skjal

Drengir í 4. og 5. flokki Hattar í fótbolta lögðu land undir fót á sunnudaginn og heimsóttu Sindramenn á Hornafirði og léku æfingaleiki.  Um 20 drengir voru með í för, ásamt 3 feðrum og Búa, og var lagt upp frá Hettunni á sunnudagsmorgni í langferðabíl frá Sæti!!!  Var ekið sem leið lág um Öxi, á Hornafjörð og spilaðir þar æfingaleikir við 5. og 4. flokk Sindramanna á glæsilegum gervigrasvelli þeirra Hornfirðinga. 

5. flokkur vann sinn leik nokkuð örugglega en 4. flokkur mætti meiri mótspyrnu en hafði sigur að lokum í baráttuleik. 

Eftir leikina var farið í sund og síðan haldið heim á leið.

Við þökkum Sindramönnum kærlega fyrir leikina og mótttökurnar.

Áfram Höttur

 

IMG 0118

IMG 0094

IMG 0104

You are here