Höttur rekstrarfélag gerir tvo styrktarsamninga.

  • Skoða sem PDF skjal

betra bakhamborgarafabrikkanBrottfluttir Egilsstaðabúar leynast víða um heim og menn kippa sér vart lengur upp við fréttir af góðum árangri þeirra og sigrum á hinum ýmsu sviðum. Má þar nefna knattspyrnu, tónlist, nám og margt fleira en sumir þeirra hafa einnig rutt sér til rúms í heimi viðskiptanna. Flestir þessara aðila eiga það sameiginlegt að hafa á æskuárum sínum eitthvað komið við sögu í starfsemi Hattar og bera því taugar til félagsins.

SigmarVilhjálmsson þekkja nánast allir Íslendingar vegna afreka hans á sviðum fjölmiðla og viðskipta með hamborgara og þeir bræður Gauti og Egill Reynissynir hafa nú í fjölda ára rekið verslunina Betra Bak í Skeifunni, ásamt fjölskyldu sinni, með frábærum árangri. Allir iðkuðu þessir vænu drengir knattspyrnu og fleiri greinar með Hetti á uppvaxtarárunum og voru frábærir félagsmenn. Eftir að Höttur komst upp í fyrstu deild síðasta haust, var leitað til þeirra um að hjálpa sínu gamla félagi í þeirri baráttu sem framundan er og þeir félagar ákváðu á dögunum að gerast styrktaraðilar Rekstrarfélagsins. Við höfðum af því tilefni samband við þessa herramenn,og bárum undir þá nokkrar léttar spurningar.

Sigmar Vilhjálmsson:

1. Þinn uppáhalds leikmaður Hattar frá upphafi, og hvers vegna?: Hilmar Gunnlaugsson kemur þar sterklega upp í hugann. Ekki bara af því að hann var fastur fyrir í boltanum. Heldur líka vegna þess að hann var rauðhærður og ég samsvaraði mér vel við hann þegar ég var í yngri flokkum þar sem

hann þjálfaði mig um tíma. 

2. Hver er mesti „töffarinn" á Héraði,og hvers vegna?: Kristinn Kristmundsson, í Vídeóflugunni er án nokkurs vafa mesti töffarinn sem Héraðið hefur alið af sér. Því hvað felst í orðinu "Töffari"? Frumlegur - tékk. Á móti straumnum - tékk. Óháður skoðunum annara- tékk. Sjálfskapaður stíll - tékk. 

Tilgerðarleysi - tékk. Umbúðalausar skoðanir - tékk. Kiddi er með þetta allt á hreinu!

3.Uppáhalds staður á héraði: Egilsstaðarskógur. Því þar bað ég konu minnar í grenjandi rigningu og kulda þann 18. Júní árið 2003. Tveimur árum síðar, þann 18. Júní 2005 giftum við okkur síðan. Í Egilsstaðaskógi er hægt að finna sjálfann sig, týna sjálfum sér og allt þar á milli. 

4.Vandræðalegasta augnablik: Lífsins eða með Hetti?.... Með Hetti kom upp ansi vandræðalegt augnablik þegar ég var að spila í 5. Flokki og taldi mig þurfa hitakrem á valda staði til að geta spilað fótbolta. Ég held að mér hafi bara fundist töff að nota hitakrem. Nema hvað að ég var með einhverja verki í náranum og heimtaði hitakrem. Þjálfarinn var ekki til í að bera kremið á nárann á mér, þannig að ég ákvað að gera það sjálfur. Ekki vildi betur til en svo að ég setti kremslettu á punginn á mér og það er álit manna að ég hafi sjaldan hlaupið eins mikið í einum leik yfirferð mín um völlinn var gríðarleg. 

5.Skilaboð til Hattara fyrir sumarið 2012: Leikmenn meistaraflokks þurfa að bera virðingu fyrir því trausti sem þeim er sýnt þegar þeir eru valdir í hópinn og hvað þá byrjunarliðið. Í því fellst að leggja metnað í hverja mínútu í hverjum leik og hverri æfingu. Ekki bara það, heldur þurfa menn að lifa þeim lífsstíl utan vallar líka. Þessi fórn skilar sér ríkulega í árangri og árangur skilar ánægju. Þú tekur nefnilega aldrei út nema það sé innistæða fyrir því. Síðan má aldrei gleyma því að "haffa kammann" af þessu öllu saman líka!

Egill Reynisson

1. Þinn uppáhalds leikmaður Hattar frá upphafi, og hvers vegna?: Jenni vinur minn, var svo góður í marki að það var engu lagi líkt. Sagði við Eið Smára á Íslandsmóti 3.fl á Akureyri að hann yrði aldrei neitt nema pabba strákur. Hafði reyndar rangt fyrir sér þar.

2.Hver er mesti „töffarinn" á Héraði,og hvers vegna?: Valgeir Skúlason. Hann verður bara flottari með árunum.

3.Uppáhalds staður á héraði: Shellið ekki spurning.

4.Vandræðalegasta augnablik: Gerðum næstum því jafntefli við Huginn Seyðisfirði í handbolta einu sinni.

5.Skilaboð til Hattara fyrir sumarið 2012: Stöndum saman sem klúbbur ! Sá sem mætir á völlinn, greiðir sig inn og klappar fyrir sínu liði er að leggja hönd á plóg. Áfram Höttur !

You are here