Margmenni á stuðningsmannakvöldi Hattar

  • Skoða sem PDF skjal

hottur stort

 

Stuðningsmannakvöld meistaraflokks Hattar var haldið í Hettunni við Vilhjálmsvöll, síðastliðinn þriðjudag og létu fjölmargir gestir sjá sig til að sýna stuðning sinn í verki fyrir átök sumarsins.

Þjálfari meistaraflokks fór yfir hvað lagt verður upp með á ferðalagi keppnistímabilsins framundan og veitti formanni stuðningsmannaklúbbsins Hróa síðbúna viðurkenningu fyrir starfið á síðasta sumri.

Frétt Austurgluggans um það sem Eysteinn hafði fram að færa á stuðningsmannakvöldinu.

Ívar Ingimarsson deildi sinni sýn á möguleika knattspyrnunnar á Egilsstöðum, mikilvægi stuðningsmanna og áhorfendamenningu og einnig voru nýir erlendir leikmenn kynntir til sögunnar.

Frétt Austurgluggans um innlegg Ívars á Stuðningsmannakvöldinu.

Þá stjórnaði hinn eini sanni Bjössi Hall kraftmiklum fjöldasöng á Hattarlaginu og hinn góðkunni grillmeistari Helgi Jensson stjórnaði pylsumálum með harðri hendi.

Leikmenn, þjálfarar og stjórn Hattar, auk stuðningsmanna voru hinir ánægðustu með kvöldið og líklegt þykir að þessi viðburður eigi eftir að festa sig í sessi í framtíðinni.

Áfram Höttur!!!

You are here