Hattarliðin gerðu bæði jafntefli í leikjum sínum um liðna helgi.

  • Skoða sem PDF skjal

hottur haukar          hottur ia kvk

Bæði karla og kvennalið Hattar  spiluðu heimaleiki  á Laugardaginn s.l í blíðskaparveðri á Fellavelli.Þetta voru fyrstu heimaleikir liðanna í Íslandsmótinu þetta árið.

Það var hugur í bæði leikmönnum og áhorfendum enda var vel mætt í brekkuna og stuðningur við liðin til fyrirmyndar.

Karlalið Hattar tók á móti Haukum og mættu ákveðnir til leiks.Strákarnir voru betri aðilinn í fyrri hálfleik en miðverðir Hauka Sverrir Garðarson og Valur Fannar Gíslason voru okkur erfiðir,staðan í hálfleik 0-0.
Í seinni hálfleik héldu strákarnir áfram góðri spilamennsku og þrátt fyrir að Stefán Þór hafi fengið sitt annað gula spjald um miðjan síðari hálfleik og þar með brottvísun þá var ekki að sjá að strákarnir væru einum færri.

Það dróg þó heldur af Hattarmönnum undir lok leiksins og björguðu þeir tvisvar sinnum á línu eftir barning í teig Hattar,lokatölur 0-0.

Umfjöllun og stórkostleg textalýsing Viðars og Gummó fyrir fótbolti.net

Tóti Borgþórs í viðtali eftir leik.

Valur Fannar í viðtali eftir leik.

Kvennalið Hattar tók á móti ÍA á Fellavelli í síðari leik dagsins.Skagastúlkum er spáð mikilli velgengni í sumar og mátti því búast við hörkuleik.

Stelpurnar börðust vel og fengu fín færi ásamt því að verjast vel.Tara E.Macdonald spilaði fyrsta leik sinn í marki Hattar og virðist vera hörku leikmaður.Leikurinn endaði með markalausu jafntefli 0-0.

Leikskýrslan úr leiknum.

Að lokum er gaman að seigja frá því að leikmenn Karla- og kvennaliðs Hattar skelltu sér í hljóðver á dögunum og sungu inn á endurútgefið Hattarlag sem Hafþór Máni Valsson samdi.

Hér má heyra afraksturinn.

 

 

 

You are here