Hattarstelpur áfram í bikarnum

  • Skoða sem PDF skjal

hotturkvk volsungur

Hattarstúlkur tóku á móti Völsungi frá Húsavík á Fellavelli í Bikarkeppni KSÍ í gær.Í fyrri hálfleik var jafnræði með liðunum en Völsungur heldur líklegri.

María Lena átti skot á 28.mín. sem fór fram hjá markinu og Sigga þjálfari skallaði boltann rétt fram hjá marki Völsungs á 38.mín.

Tara markmaður greip allt sem kom nálægt marki Hattar,staðan í hálfleik 0-0.

Seinni hálfleikur byrjaði líkt og sá fyrri,talsvert jafnræði með liðunum og völsungur líklegri,en það átti eftir að breytast því smá saman tóku Hattarstelpur öll völd á vellinum og sótti í sig veðrið.

Eftir fallegt samspil komst Magdalena í gegnum vörn Völsungs og lagði boltann laglega fram hjá markmanni Völsungs,staðan orðin 1-0 á 81.mín.Skömmu síðar fékk Magdalena sendingu inn fyrir vörn Völsungs sem var hátt upp á vellinum og Magdalena hafði því nægt pláss til að sækja á markið ein á móti markmanni en markmaður Völsungs sá við henni í þetta skiptið og varði boltann.

Í uppbótartíma komst Magdalena inn í teig Völsungs,lék á varnarmann sem hélt í Magdalenu og dómari leiksins var vel staðsettur og gat því ekkert annað gert en að dæma vítaspyrnu,Magdalena fór á púnktinn og skoraði 2-0 og það urðu lokatölur.

Leikskýrslan úr leiknum.

Hattarstelpur því komnar áfram í næstu umferð bikarsins og þá fá stelpurnar Fjarðarbyggð/Leikni í heimsókn.Leikurinn fer fram þriðjudaginn 5.júní kl 20:00.

Áfram Höttur!!

You are here