1.deild kvenna: Stelpurnar sigruðu Fjarðabyggð.

  • Skoða sem PDF skjal

arna kff   bryndis hottur

Veðrið hreinlega lék við áhorfendur og leikmenn í gærkvöldi þegar Hattarstúlkur tóku á móti nágrönnum sínum í Fjarðabyggð.

 

Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik þótt Hattarstúlkur hafi verið meira með boltann.Höttur átti nokkrar álitlegar sóknir en vantaði herslumuninn til að klára þær. Magdalena komst ein á móti markmanni eftir góða sendingu frá Heiðdísi á 30 mínútu, en setti boltann hárfínt framhjá. Fjarðabyggð/Leiknir áttu þó öllu hættulegri færi en tvisvar sinnum komust þær í dauðafæri en klúðruðu. Staðan 0-0 í hálfleik.

Í seinna hálfleik mættu hattarstelpur mun ákveðnari til leiks. Greinilegt að hálfleiksræða Siggu hefur virkað þar sem fyrsta mark leiksins kom á 46 mínútu leiksins. Eftir gott spil á milli Heiðdísar og Kristínar var boltinn lagður fyrir á Örnu sem lyfti boltanum snyrtilega yfir markmann Fjarðabyggðar, staðan orðin 1-0.

Heiðdís komst ein í gegn skömmu síðar og sólaði markamanninn og boltinn virtist liggja í netinu og 170 áhorfendur þegar farnir að fagna, en þá tókst varnarmanni F/L að bjarga á marklínu.

Á 62 mínútu fékk Fjarðabyggð aukaspyrnu hægra megin á vellinum sendu fastann bolta inní teiginn og Tara gerði vel í að slá hann í burtu en boltinn lenti í leikmenn í teignum og lá skyndilega fyrir fótum Klöru Ívarsdóttur sem renndi honum í autt markið.

6 mínútum síðar fengu hattarstelpur aukaspyrnu rétt fyrir utan teig. Bryndís tók spyrnuna beint á markið og með viðkomu í varnavegginn flaug hann yfir markmann Fjarðarbyggðar staðan orðið 2-1. Glæsilegt mark!

Í lok seinni hálfleiks áttu Kristín og Heiðdís góð skot að marki F/L, en markmaður F/L gerði vel í að verja. Eftir venjulegan leiktíma var komið verulegt stress í Hattarliðið og áhorfendur og fólk farið að líta reglulega á klukkuna. Höttur hélt þó út og landaði sætum 2-1 sigri.

Höttur er með þessum sigri kominn í annað sæti fyrstu deildar á eftir Fjölni.

Hattarstelpur fundu sig alls ekki í fyrri hálfleik, miðjumenn tóku alltof margar snertingar á boltann í stað þess að senda hann strax inn á fljóta framherjana. Í seinni hálfleik var eins og nýtt lið kæmi inn á völlinn (hvað sagði Sigga í hálfleik?). Baráttan var meiri ásamt því að fleiri stungusendingar komu upp báða kantana og fram á framherjana. Skapaði þetta oft hættu við mark andstæðingana. Pistlahöfundur telur fjórar öftustu Bryndís, María, Karítas, Fanndís ásamt Örnu á kantinum hafa verið bestar í gær.  

Lið Hattar:

                                    Tara

Bryndís           Karítas(c)   Fanndís        María

Arna                Sigga         Lauren         Kristín

                       Magdalena     Heiðdís

Bekkurinn: Alma(inn fyrir Bryndísi), Natalía(inn fyrir Kristínu), Móeiður, Ólafía, Þórdís

Myndir sem Grétar Reynisson tók.

 Gunnar Gunnarsson dæmdi leikinn af stakri prýði og ekki er hægt að ljúka þessari umfjöllun án þess að vitna í Eystein Hauksson þjálfara  meistaraflokks karla þegar hann lýsti atviki í leiknum þegar Gunnar dómari leiksins reyndi að komast hjá því að fá boltann í sig meðan á leik stóð.

"bestu tilþrif allra hjá frábærum dómara leiksins og stór fésbókar-vini mínum, Gunnar Gunnarsson, sem náði, standandi í báða fætur að beygja sig niður og gera úr sér nákvæmlega 10 gráða horn, til þess að tryggja það að hann fengi boltann í hnakkann."


 

 

You are here