Font Size

Profile

Layout

Direction

Menu Style

Cpanel

Fréttir og framundan.

  • Skoða sem PDF skjal

Fréttir og framundan.

Frjálsíþróttaskólinn fyrir börn 6-10 ára hefur gengið vel en Stefán Andri hefur verið þar allsráðandi ásamt Daða Fannari. Námskeiði nr. 2 lýkur í dag fimmtudaginn 28. Júní með grillveislu á Villa Park. Næsta námskeið hefst á mánudag 2. Júlí.

Frjálsar æfingar 10 ára og yngri eru milli 16:00 og 17:00 mánudaga, miðvikudaga og fimmtudaga. Þar eru alls 30 börn skráð til leiks. Stefán Andri, Daði Fannar og Erla Gunnlaugs eru þjálfarar.

Frjálsar æfingar 11 ára og eldri eru frá 17:00- 18:30 mánudaga til fimmtudaga. Sama þar þá eru 30 krakkar skráðir og sem áður þá eru þjálfarar Metta og Lísa (Mekkín Guðrún og Lovísa Hreins).

Tvö greinamót hafa farið fram á Vilhjálmsvelli það sem af er sumarsins og hafa þau gengið vonum framar þó knappur tími sé fyrir þau. Þær Elsa Guðný og Hildur Bergs eru bara svo snarar og snöggar.  Næsta greinamót verður 26. Júlí og hefst kl 17:00. Við þiggjum að sjálfsögðu aðstoð við það mót eins og öll önnur.

12 krakkar fara til Gautaborgar 4. Júlí ásamt sjóðheitum þjálfurum þeim Mettu og Lísu og ætla þar að etja kappi við börn annarra norðurlanda. Við sendum þeim að sjálfsögðu sjóðheitar baráttukveðjur, það verður spennandi að fylgjast með þeim á skype eða facebook.

ÚÍA hátíðin verður helgina 6-8 júlí. Hún verður með sama sniði og undanfarin ár. 16 ára og eldri hefja og ljúka keppni á föstudagskvöld en á laugardegi og sunnudegi fer fram keppni yngri hópa. Það gengur alltaf best að hafa sem flesta upptekna við mótið og þeir sem óska eftir verkefnum geta haft samband á ÚÍA skrifstofuna og boðið sig fram. J það má líka benda á að hér á Héraði eru afskaplega margir íþróttalega sinnaðir og öllum frjálst að skrá sig á mótið gegn mjög vægu gjaldi. Það er ekki langt síðan Hugrún Hjálmars og Aníta Péturs kepptu í langstökki og skora ég hér með á þær að reima á sig gaddaskóna fyrir föstudaginn 6. Júlí.

You are here