Leiknir R tók á móti Hetti föstudaginn 13.

  • Skoða sem PDF skjal

hottur lismynd

Höttur sótti Leikni heim í Breiðholtið og fyrir fram var reiknað með hörkuleik.

 

Leiknismenn komu sér upp úr fallsæti með glæsilegum heimasigri gegn Hetti í kvöld. Leikurinn endaði 6-1.

Þetta var alls ekki kvöld Hattar en liðið hefur ná fengið á sig 12 mörk í síðustu tveimur leikjum eftir að hafa fengið á sig 6 mörk í átta leikjum þar á undan.

Blóðtakan eftir að Bretinn Ryan Allsop hvarf á braut virðist hafa orðið of mikil fyrir liðið og markvörðurinn Bjarni Viðar Hólmarsson átti sök á fyrsta mark leiksins í kvöld sem kom Leikni á bragðið.

Ólafur Hrannar Kristjánsson skellti sér á topp listans yfir markahæstu menn deildarinnar með því að skora þrennu. Auk þess fiskaði hann víti í leiknum og var funheitur.

Bjarni Viðar fékk rauða spjaldið í lok fyrri hálfleiksins eftir að hafa fengið vítaspyrnu dæmda á sig. Leiknir komst þá í 4-0 og úrslitin voru ráðin.

Höttur missti annan mann af velli í seinni hálfleik. Aftur rétt ákvörðun sem Valdimar Pálsson, dómari leiksins, tók.

Leiknisliðið gat slakað á í seinni hálfleik en afslöppunin var kannski fullmikil þar sem liðið fékk á sig mark tveimur mönnum fleiri.

Gott veganesti fyrir Leikni í grannaslag gegn ÍR í næstu viku en liðið hefur leikið langt undir getu í upphafi móts. Stuðningsmenn vonast til að þetta komi liðinu loks af stað. Hattarmenn virðast á hinn bóginn í frjálsu falli og erfit verkefni bíður Eysteins Húna Haukssonar.

Frétt frá Fótbolta.net. Sjá alla fréttina: http://www.fotbolti.net/game.php?action=view_article&id=445#ixzz20ltI7pLh

Eysteinn í viðtali eftir leik

Samantekt úr leiknum frá SportTV

You are here