Frábærir fulltrúar Hattar!

  • Skoða sem PDF skjal

altalt

 

Heiðdís Sigurjónsdóttir hefur verið valin í U17 ára kvennalandsliðið fyrir undankeppni EM 2013.

Riðill Íslands fer fram í Slóveníu og hefst keppnin næstkomandi fimmtudag 6.september. Ísland er í riðli með Slóveníu, Tékklandi og Eistlandi.

Hægt verður að fylgjast með mótinu hérna: http://www.ksi.is/mot/motalisti/urslit-stada/?MotNumer=26164

 

Ragnar Pétursson hefur verið valinn í U19 ára karlalandsliðið fyrir vináttulandsleik gegn Eistlandi. 

Ísland leikur tvo leiki gegn Eistlandi hér á landi, föstudaginn 7.september og sunnudaginn 9.september.

 

Óskum við Ragnari og Heiðdísi innilega til hamingju með þennan árangur!

Glæsilegir fulltrúar Hattar hér á ferð, sem hvetja aðra knattspyrnuiðkendur Hattar til að stefna hátt og sýna að allt er hægt þegar viljinn er fyrir hendi :)

 


You are here