Sonja Jóhannsdóttir Íþróttamaður Hattar

  • Skoða sem PDF skjal
Knattspyrnukonan Sonja Jóhannsdóttir var á þrettándanum valin Íþróttamaður Hattar. Sonja er vel að titlinum komin. Hún er framúrskarandi knattspyrnukona og var síðastliðinn vetur valin í æfingahóp fyrir landsliðið. Hún var markahæst í kvennaliði Hattar sumarið 2008 en liðið hafnaði í 2 sæti b riðils 1 deildar eftir að hafa verið hársbreidd frá toppsætinu.
You are here