Andri Þór Ómarsson "hin hliðin"

  • Skoða sem PDF skjal

andri lidstjori

 

Andri Þór Ómarsson er 32 ára vopnfirðingur sem er búinn að vera búsettur á Egilsstöðum í 13 ár.Andri spilaði með Hetti í 2.flokk,hann er mikill stuðningsmaður Hattar og er liðstjóri meistaraflokks Hattar.

Andri starfar sem þjónustufulltrúi á bæjarskrifstofu Fljótsdalshéraðs.

Fullt nafn: Andri Þór Ómarsson

Gælunafn/nöfn: Einhvertíma var ég kallaður „Bósi" í ákveðnum vinahóp,hér
er átt við Bósa í Toy story,..rétti hann ekki villa „hjálparhönd" í einhverju atriðinu?

Aldur: 32.ára.

Giftur / sambúð: Neibb

Börn: ágætis mynd,..en annars engin börn nei.

Kvöldmatur í gær: mútta bauð mér í heimagerða pizzu,mömmupizzur „best í
heimi"

Uppáhalds matsölustaður: Hótel Mamma klikkar seint hehe.

Hvernig bíl áttu: Chevrolet Tosca ´06

Besti sjónvarpsþáttur:  Friends og 24.

Uppáhalds hljómsveit: Er alæta á tónlist,en þegar ég var yngri var
Metallica í uppáhaldi.

Uppáhalds skemmtistaður: Gamla Símstöðin

Frægasti vinur þinn á Facebook: Tobbi Rokklingur,Helgi seljan og Simmi
Vil.

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: „Kæri félagi,þú nýtur
forgangs á ÚTSÖLU ÁRSINS 20-70% afsláttur!útsalan þín hefst í dag!kveðja
kjaraklúbbur Húsasmiðjunnar og Blómavals" já! Það borgar sig að vera í
kjaraklúbbnum gott fólk.

Lýstu fallegasta marki sem þú hefur skorað í fótbolta:  Ég skoraði nú ekki mikið af mörkum
í alvöru keppnisleikjum.Uppáhaldsmarkið mitt skoraði ég á innanhúsæfingu fyrir
nokkrum árum en þá náði ég að klobba 3 leikmenn og skora mark með 4 snertingum!

Ég var nokkuð sáttur með það!

Myndir þú „dýfa þér" í teignum, til að reyna að fiska víti? Ég kunni ekki þá list að „dýfa mér" og þ.a.l kæmist ég ekki upp með það að fiska víti,það myndi vera svo ílla leikið hehe

Hvaða lið myndir þú aldrei styðja í brekkunni: Andstæðinga Hattar hverju sinni.

Þinn uppáhalds leikmaður Hattar frá upphafi, og hvers vegna: Hallur Ásgeirs,hann bara gat ekki hætt að skora mörk,nefni líka Kristian Kildegaard,hann var gríðarlega flottur á velli og virtist vera með risastórt Hattarhjarta

Að þínu mati, hinir einu sönnu erkifjendur Hattar: Fjarðabyggð

Sætasti sigur í sögu Hattar: af þeim leikjum sem ég hef séð nefni ég
útileikinn gegn Fjarðabyggð 0-1 í fyrra.

Einnig var gríðarlega gaman að sjá Stebba Eyjólfs skora sigurmarkið gegn
Aftureldingu fyrir 2 tímabilum á Fellavelli beint úr aukaspyrnu í miðjuhringnum
fyrir aftan miðju í uppbótartíma!!

Mestu vonbrigðin, sem Hattari eða stuðningsmaður: Það var súrt að missa af Íslandsmeistaratitlinum í 2.deild
í fyrra þegar strákarnir misstu leikinn í lokaumferðinni niður í jafntefli.

Uppáhalds lið í enska: Liverpool

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í Hött: Óskar Örn Hauksson úr KR „Messi Íslands"

Fyrsta verk ef þú yrðir formaður rekstrarfélagsins í einn dag: gefa Óttari,Gulla og stjórninni „high five" og hvetja þá til áframhaldandi góðverka.

Efnilegasti knattspyrnumaður Hattar: Ragnar Pétursson

Fallegasti Hattari allra tíma: Ragnar Pétursson?,hann er allavega að myndast ansi vel af ljósmyndurum á
knattspyrnuvöllum landsins.

Besti íþróttalýsandinn:  Bjarni Fel allan daginn! Gummi Ben af þeim sem eru starfandi í dag.

Hver er mesti „töffarinn" á Héraði: Hafsteinn Óla í sundlauginni kemur upp í hugann

Uppáhalds staður á héraði: Hallormsstaðarskógur,Stórurð er líka magnaður staður.

Segðu okkur frá skemmtilegu eða eftirminnilegu atviki sem þú hefur séð í
„boltanum":: Það var nú bara núna um helgina þegar 2flokkur Hattar/Hugins/Einherja spilaði gegn Grindavík á
Fellavelli,Velkjo markmaður meistaraflokks tók að sér línuvörslu í leiknum.

Veðrið var ekkert sérstakt,vindur rigning og kalt,Það gerðist nokkru sinnum þegar leikurinn  fór fram
á þeim vallarhelmingi sem Velkjo var ekki línuvörður,þá tók hann sig til og
fékk sér sæti á varamannabekk Grindvíkinga til að hlýja sér og leikurinn í
fullu fjöri.

Það var broslegt!

Spilaðir þú fótbolta? Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: já en ferillinn var ekki langur,spilaði fyrsta meistaraflokksleikinn minn með Einherja gegn KVA sumarið ´96 tæplega 16 ára gamall.

Það besta við fótboltann: Félagskapurinn,svo er þetta svo skemmtileg íþrótt

Hvenær vaknarðu á daginn: 07:15 sharp!!

Íþróttamaður ársins 2012: Aron Pálmason er að standa sig  vel í handboltanum.

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: jájá,en ekki eins ítarlega og fótbolta,ték Handboltalandsliðið á stórmótum alla leið!

Hver var fyrsti knattspyrnuleikurinn sem þú mannst eftir að hafa séð : Einherji – Austri á Frímerkinu á Vopnafirði ´89 að mig minnir, 3-1 heimasigur.Dáni (Kristján Davíðsson)frændi minn á skotskónum.

Uppáhalds íþróttavörumerki:  Adidas

Í hverju ertu/varstu lélegastur í skóla:  Stærðfræði!! Næsta spurning..

Vandræðalegasta augnablik: Ég vann á sínum tíma í Byggingarvöruverslun KHB(naglabúðinni) og var að aðstoða
konu hér í bæ með kaup á sorptunnu.

í versluninni voru til nokkrar gerðir af tunnum og Þegar ég ætlaði að draga síðustu tunnuna
fram til sýna konunni sé ég að hún er náföl í framan.

Ég spyr hana hvort það sé ekki í lagi með hana?Það spyr hún mig alveg
skelkuð"er í lagi með þig?" og bendir á hægri handlegginn á mér,Þá hafði
handleggurinn losnað í átökunum við sorptunnurnar og ég ekki orðið þess var þar
sem skyrtan kom í veg að hann dytti í gólfið.

En handleggurinn hafði sígið fram úr erminni og bar við gólfið þótt ég stæði uppréttur!!

Það var frekar vandræðalegt móment :D

Þín hugmynd að bættri fótboltamenningu á héraði: Virkja stuðningsmenn,hafa
herrakvöld Hattar,konukvöld og þess háttar

Skilaboð til Hattara fyrir sumarið 2012: Nú fer sumarið senn að klárast
og gengið á ýmsu í knattspyrnunni hjá Hetti.Seinasti heimaleikur Hattar í sumar
er um næstu helgi og er eflaust einn mikilvægasti leikur Hattar seinni ára,því
vil ég biðla til allra að leggja okkur lið  og fjölmenna á leikinn og hvetja strákana til
góðra verka gegn leikni því með sigri tryggjum við veru okkar í 1.deild.

Takk fyrir stuðninginn! Áfram Höttur!!

Segðu okkur eitthvað um þig sem afar fáir vita: Ég er gikkur,borða hvorki egg né kartöflur.

You are here