Lokahóf rekstrarfélags Hattar.

  • Skoða sem PDF skjal

lokahof2012 kaffiegs   lokahof verdlaun2012

Lokahóf rekstrarfélags Hattar fór fram um liðna helgi á Kaffi Egilsstaðir.Þar voru saman komnir leikmenn meistaraflokka karla og kvenna,2.flokk karla ásamt stuðningsmönnum félagsins.

Sigurður Magnússon var veislustjóri kvöldsins og var veislan eftir því,stórgóð.Það var hlutskipti meistaraflokks karla að falla í 2.deild þetta sumarið en tímabilið fer í reynslubankann og stefnan tekin rakleitt upp aftur.

 

Leikmaður ársins: Elvar Þór Ægisson

Leikmaður ársins í kjöri stuðningsmana: Elvar Þór Ægisson

Fyrirmyndar framlag og ástundun: Ragnar Pétursson(Ragnar var valinn í U19 landslið karla í sumar)

Mestu framfarir: Óttar Guðlaugsson

Markahæstur:Elvar Þór Ægisson

Hæsta meðaleinkun frá þjálfara: Birkir Pálsson (lék hverja einustu mínútu á tímabilinu,alls 2250)

prúðasti leikmaðurinn: Elvar Þór Ægisson

 

Leikjaviðurkenningar:

100 leikir: Elvar Þór Ægisson,Garðar Már Grétarsson

50 leikir: Elmar Bragi Einarsson

 

Framúrskarandi störf fyeir sektarsjóð:Runólfur Sveinn Sigmundsson

Valdimarsbikarinn "besti félaginn" : Andri Þór Ómarsson liðsstjóri

 

Meistaraflokkur kvenna átti gott tímabil í sumar og enduðu 4 stigum frá efsta sætinu í sínum riðli,og sigruðu m.a sigurvegara 1.deildar tvisvar sinnum í sumar. Það verður virkilega gaman að fylgjast með stelpunum næsta sumar.

 

Leikmaður ársins: Fanndís Ósk Björnsdóttir

Efnilegust: Heiðdís Sigurjónsdóttir(hefur verið valin í tvö síðustu verkefni U17 landslið kvenna)

markahæst: Heiðdís Sigurjónsdóttir

Fyrirmyndar framlag og ástundun: Ólafía Anna Hannibalsdóttir

 

2.flokkur karla endaði í neðsta sæti í sínum riðli með 10 stig,2 sigra,4 jafntefli og 11 töp.

 

Leikmaður ársins: Steinar Aron Magnússon

Efnilegastur: Bjarni Þór Harðarson

Markahæstur: Steinar Aron MagnússonLokahófið  heppnaðist vel,góður matur og framlög meistaraflokkana til skemmtiatriða stórgóð!

 

Við óskum verðlaunahöfum á lokahófinu innilega til hamingju!

Áfram Höttur!!

 

 

You are here