Mikil fjölgun í fimleikum í haust

  • Skoða sem PDF skjal

Iðkendum hjá fimleikadeild Hattar hefur fjölgað mikið í haust. Mesta fjölgunin er í hópum hjá 6 - 9 ára börnum og eru þeir hópar nú orðnir fullir og kominn er biðlisti. Sú nýbreytni var gerð í haust að bjóða 2 og 3 ára börnum að æfa fimleika, viðbrögðin létu ekki á sér standa og er sá hópur orðinn fullur. Enn er laust í nokkra hópa hjá okkur í vetur. Skráningar þurfa að berast á Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

Að æfa fimleika kostar þó nokkurn pening og hefur stjórn fimleikadeildarinnar fengið nokkrar athugasemdir við gjaldskrána. Við viljum benda foreldrum á að kynna sér gjaldskrá hjá öðrum fimleikafélögum á landinu. Erfitt er að bera saman æfingagjöld hjá fimleikadeildum og hjá t.d. boltagreinum þar sem hópfimleikar samanstanda af þremur íþróttagreinum, og mikils öryggis er krafist við móttökur og alla umgjörð, því er þörf á fleiri þjálfurum á hvern hóp í fimleikunum. Við hjá fimleikadeild Hattar stöndum mjög vel þjálfaralega séð miðað við önnur fimleikafélög, erum með vel menntaða og frambærilega þjálfara og árangur okkar iðkenda er góður. En aðstaðan hér er ekki eins góð hjá og hjá mörgum öðrum og nemur launakostnaður við uppbyggingu áhalda og tækja ásamt tiltekt í sal íþróttahússins 5x í viku yfir 1,5 miljónir á hverju ári. Reynt hefur verið að sækja þennan kostnað til bæjarfélagsins á forsendum aðstöðuleysis umfram aðrar íþróttagreinar, en ekki hefur fengist fjármagn til þess ennþá og hefur fimleikadeildin engin önnur ráð en að velta þessum kostnaði yfir í æfingagjöldin.  

Stjórn fimleikadeildar Hattar

You are here