"Hin hliðin" Elmar Bragi Einarsson

  • Skoða sem PDF skjal

hin hlidin elmar

Elmar Bragi Einarsson er 24 ára Seyðfirðingur sem hefur spilað með okkur undanfarin þrjú tímabil,Elmar er mikil báráttujaxl sem gefur  aldrei tommu eftir.

 

Fullt nafn: Elmar Bragi Einarsson

 

Gælunafn/nöfn: Sússi, El Mar og heill hellingur í viðbót

 

Aldur: kynþroski:24 ára andlegurþroski: einhvers staðar í kringum 83 ára aldurinn

 

Giftur / sambúð: Sambúð með betri helmingnum henni Hörpu Sif.

 

Börn: þarf maður ekki að fara að detta í þann pakka bráðlega?

 

Kvöldmatur í gær: Kjúklingur í rauðu karrý frá meisturum Krua Thai.

 

Uppáhalds jólasveinn,af hverju: Stúfur útaf svipuðum líkamsföllum.

 

Uppáhalds jólamatur : Kalúnninn

 

Það besta við jólin: fjölskyldan, maturinn, boltasprikl og prófin búin.

 

Uppáhalds jólamynd:Christmas Vacation og svo auðvitað Die Hard 1 og 2

 

Uppáhalds jólalag:Mariah Carey - all I want for Christmas is you

 

Hvernig bíl áttu: Rauðan Skoda Fabia ,jarðaberið.

 

Besti sjónvarpsþáttur: The Office

 

Uppáhalds hljómsveit: Fugees

 

Uppáhalds skemmtistaður: Nokkuð jafnt á milli Gömlu símstöðvarinnar og Lárunnar

 

Frægasti vinur þinn á Facebook: Er ekki Ragg P orðinn frægur? annars held ég að það sé Simminn

 

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Búinn? er á leiðinni.

 

Lýstu fallegasta marki sem þú hefur skorað í fótbolta: Aukspyrna frá miðju með Spyrni í 3.flokk á móti Sindra. Ætli það hafi ekki verið ca. 28 m/s og spyrna sem átti “aldrei” að vera sending fauk í samman og inn.

 

Myndir þú „dýfa þér“ í teignum, til að reyna að fiska víti? Nei held ekki vill helst losna við þessar bölvuð dýfur úr fótbolta.

 

Hvaða lið myndir þú aldrei styðja í brekkunni: Eini mögulega svarið er Fjarðabyggð

 

Þinn uppáhalds leikmaður Hattar frá upphafi, og hvers vegna: Rafn Heiðdal fær þennan heiður, svakalegur leiðtogi inn á vellinum.

 

Að þínu mati, hinir einu sönnu erkifjendur Hattar: Fjarðabyggð? Fer það ekki að breytast í Tindastól?

 

Sætasti sigur í sögu Hattar: Koma nokkrir til greina en 1-3 sigurinn á móti Árborg í fyrra sem trygði okkur í 1.deild erMJÖG sætur.

 

Mestu vonbrigðin, sem Hattari eða stuðningsmaður: Fallið í ár úfff

 

Uppáhalds lið í enska: Liverpool

 

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í Hött:Gunnleif Gunnleifsson

 

Fyrsta verk ef þú yrðir formaður rekstrarfélagsins í einn dag: Formaðurinn er að gera góða hluti.

 

Efnilegasti knattspyrnumaður Hattar: Ofur parið: Raggi og Heiðdís

 

Fallegasti Hattari allra tíma: Það er eitthvað við Tótó þegar hann er sveittur og skítugur já og blóðugur.

 

Besti íþróttalýsandinn: Gummi Ben

 

Hver er mesti „töffarinn“ á Héraði:Steini Óla og Valdi Tan

 

Uppáhalds staður á héraði: Gamla Símstöðin

 

Segðu okkur frá skemmtilegu eða eftirminnilegu atviki sem þú hefur séð í „boltanum“: Var að spila með 2. ÚÍA 2003 á móti KA og Jóhann Örn Jónssons brýtur af sér og það er dæmd aukaspyrna, við þetta reiðist Jói og segir eitthvað ljótt við dómaran það næsta sem ég veit er það að dómarinn snýr sér við og gefur mér rauða spjaldið.

 

Spilaðir þú fótbolta? Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: í 4-0 sigri Huginns á móti KE árið 2003.

 

Það besta við fótboltann:Félagsskapurinn

 

Hvenær vaknarðu á daginn: kl 7:45 ca.

 

Íþróttamaður ársins 2012: Alfreð Finnboga

 

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Eitthvað minna, dett reyndar inn í NFL og NBA alltaf eftir áramót.

 

Hver var fyrsti knattspyrnuleikurinn sem þú manst eftir að hafa séð: úfff man það að pabbi dróg mig með sér á einhvern Stjörnu leik.

 

Uppáhalds íþróttavörumerki: Givova

 

Í hverju ertu/varstu lélegastur í skóla:Stærðfræðin

 

Vandræðalegasta augnablik:Spila með magakveisu á móti völsung í 3. eða 2. flokk og vera á dollunni allan hálfleikinn.

 

Þín hugmynd að bættri fótboltamenningu á héraði: Fótboltamenningin er að verða betri og betri og vonandi heldur hún áfram að vaxa. Má alltaf bæta við fólki í brekkuna.

 

Skilaboð til Hattara fyrir Jólin: Gleðileg Jól og étið ekki á ykkur gat.

 

Segðu okkur eitthvað um þig sem afar fáir vita:

á góðum degi næ ég alveg upp í 175 cm (fer allt eftir hita og rakastigi).

You are here