Óttar Guðlaugsson "Hin hliðin"

  • Skoða sem PDF skjal

ottarg hinhlidin

 

Óttar Guðlaugsson er tvítugur Fellbæingur.Óttar spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik í Íslandsmóti á liðnu sumri,hann hefur tekið miklum framförum og var verðlaunaður fyrir það á lokahófi rekstrarfélagsins í lok sumars.

 

Fullt nafn: Óttar Guðlaugsson

Gælunafn/nöfn: útaf nafna mínum í liðinu hef ég verið kallaður Óttar Guðlaugs og er líka stundum kallaður Tari af félögunum.
Aldur: 20

Giftur / sambúð: hvorugt


Börn: held alveg örugglega ekki nein

Kvöldmatur í gær: Kraftkryddaður kjúlli með hrísgrjónum

Uppáhalds jólasveinn,af hverju: Stekkjastaur, því hann er fyrstur og rífur stemmarann í gang fyrir jólin!


Uppáhalds jólamatur : Lambaprime baðað í pipar/ostasósu með öllu tilheyrandi

 

Það besta við jólin: bara samveran og pakkarnir líka, er ekki alveg vaxinn upp úr þessu enn.

 

Uppáhalds jólamynd: Jingle all the way, með Arnold Schwarzenegger í aðalhlutverki, þvílíkur leikari!

Uppáhalds jólalag:

Nei Nei Ekki á Kjólinn – Sverrir Stormsker
Hvernig bíl áttu:
Sæðishvítan Dihatsu Charade 95‘árgerð
Besti sjónvarpsþáttur:
South Park
Uppáhalds hljómsveit:

The Kooks.


Uppáhalds skemmtistaður:

Gamla Símstöðin

Frægasti vinur þinn á Facebook:

Erfitt að gera upp á milli Jónasar Ástþórs og Jóhann Vals

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst:

+3548635007 har ringet til dig uden at efterlade en besked. Hilsen 3.

Lýstu fallegasta marki sem þú hefur skorað í fótbolta:

Þau eru nú ekki mörg, en það væri sennilega í leik á móti Selfossi hérna á Fellavelli, ég fæ boltann rétt á milli miðju og vítateigs þeirra legg hann fyrir mig og hitti boltan hrikalega illa og tekur boltan svona 4 sekúndur að berast að markverðinum sem meiðir sig þegar hann ætlar að taka við boltanum, held jafnvel að puttinn á hafi farið úr lið, og hann lekur framhjá honum inn í netið. Klárlega það “Fallegasta“ mark sem ég hef skorað.

Myndir þú „dýfa þér“ í teignum, til að reyna að fiska víti?

Auðvitað, geri allt til þess að vinna.
Hvaða lið myndir þú aldrei styðja í brekkunni:
Af einhverjum ástæðum myndi ég aldrei styðja Aftureldingu... óþolandi lið
Þinn uppáhalds leikmaður Hattar frá upphafi, og hvers vegna:
Abdi Hassan, ég hef aldrei séð leikmann smyrja ristað brauð eins vel og hann á leikdögum þegar hann horfði á leikina í Hettunni.
Að þínu mati, hinir einu sönnu erkifjendur Hattar:
Fjarðabyggð
Sætasti sigur í sögu Hattar:
Sigurinn gegn Fjarðabyggð á útivelli 2011
Mestu vonbrigðin, sem Hattari eða stuðningsmaður:
Að falla úr 1.deild, áttum fullt í þessa deild.
Uppáhalds lið í enska:
Manchester United all the way.
Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í Hött:
Egill Gunnarsson úr Þristinum.
Fyrsta verk ef þú yrðir formaður rekstrarfélagsins í einn dag:

Stækka búningsklefana á Fellavelli       
Efnilegasti knattspyrnumaður Hattar:
Steinar Aron Magnússon en fullt af flottum iðkendum í yngri flokkunum.
Fallegasti Hattari allra tíma:

Easy, Friðrik Ingi Þráinsson
Besti íþróttalýsandinn:
Gummi Ben
Hver er mesti „töffarinn“ á Héraði:
Tótó er drullusvalur
Uppáhalds staður á héraði:
Fellabærinn, í logni.
Segðu okkur frá skemmtilegu eða eftirminnilegu atviki sem þú hefur séð í „boltanum“:
Við vorum í 2.flokk að spila á móti Aftureldingu á útivelli. Það var kominn mikill hiti í leikinn og menn að verða helvíti skapheitir þá sérstaklega hann Bragi Emilsson. Hann var þó búinn að halda inn í sér reiðinni nokkuð vel mestallan leikinn þrátt fyrir ýmis blótsyrði láku út úr honum af og til. En svo kom þá tímapunktur þegar hann átti skot sem fór í varnarmann og framhjá og dómarinn var ekki alveg viss hvað hann ætti að dæma... þá sauð á Braga sem lét dómarann sem var af erlendu bergi brotinn og heyra það og öskraði fáranlega hátt á hann :“ Dómari ef þú dæmir ekki horn þá drep ég þig!“.

 

Svo er alveg ágætlega eftirminnilegt þegar ég náði að misstíga mig á leiðinni inn á völlinn í leik á móti Sindra í 2.flokk og þurfti skiptingu eftir einungis 4 min.


Spilaðir þú fótbolta? Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki:

Ég spilaði minn fyrsta alvöru leik held ég gegn KA núna í sumar.

 

Það besta við fótboltann:
Félagsskapurinn
Hvenær vaknarðu á daginn:

Ég er að berjast við að vakna 7:30 til að koma mér í skólann á virkum dögum annars sef lengur út um helgar.

Íþróttamaður ársins 2012:

Alfreð Finnbogason.

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum:
Nei það er eitthvað minna...
Hver var fyrsti knattspyrnuleikurinn sem þú manst eftir að hafa séð:
Man Utd vs Bolton í imbanum... Guðni Bergs var að spila þennan leik man ég og mér fannst það fáranlega nett að það gæti verið Íslendingur að spila í Ensku úrvalsdeildinni. Leikurinn endaði 1-1 með jöfnunarmarki frá Andy Cole minnir mig.
Uppáhalds íþróttavörumerki:
Nike
Í hverju ertu/varstu lélegastur í skóla:
Dönsku
Vandræðalegasta augnablik:

Þegar ég og Bragi Emils ásökuðum Pál Halldór að vera gera sér upp dyslexiu og vorum hundskammaðir af Birnu kennara í 10.bekk.

 

Þín hugmynd að bættri fótboltamenningu á héraði:
Færanlega stúku á Villa-park svo áhorfendur geta verið nær vellinum.
Skilaboð til Hattara fyrir Jólin:
Njótið jólanna og allir á annan í jólum balli.
Segðu okkur eitthvað um þig sem afar fáir vita:

Ég nýti mér það óspart að syngja þegar ég er einn einhversstaðar.

You are here