Mfl.kvenna komnar í úrslit 1.deildar

  • Skoða sem PDF skjal

Meistaraflokkur kvenna hefur náð þeim árangri að verða í öðru sæti í 1.deild kvenna B. riðli og keppa því til úrslita við liðið sem kemur til með að ná 1.sæti í A riðli um að komast upp í Úrvalsdeild eða Landsbankadeild kvenna eins og hún er kölluð. HK/Víkingur og Afturelding berjast um 1. og 2.sætið í A riðlinum, en Völsungur á Húsavík var í 1.sæti í B.riðlinum. Þessi fjögur lið berjast um tvö laus sæti í úrvalsdeild að ári og eru líkurnar fyrir okkar lið því 50%.

Heimaleikur Hattarstelpna verður á Vilhjálmsvelli Laugardaginn 1. september kl 14. en útileikurinn í Reykjavík þann 4. september.

Allir á völlinn að hvetja stelpurnar.

You are here