Ryan Allsop svarar nokkrum spurningum.

  • Skoða sem PDF skjal

ryan allsop vidtal

Höttur.is haf'ði samand til Englands til að athuga hvernig Ryan Allsop hefði það.Ryan spilaði með Hetti fyrri hluta sumarsins í 1.deildinni 2012.Ryan er virkilega góður leikmaður sem fékk athygli á landsvísu fyrir spilamennsku sína.Hann samdi við Leyton Orient í 1.deildinni í Englandi(C-deild) um sumarið en stefnir hærra.

Hvað er það besta við Jólin: Maturinn

Uppáhalds Jólalag: Last cristmas með hljómsveitinni Wham

Uppáhalds jólamynd: Home alone

Uppáhalds matur: Kjúklingur

Uppáhalds Hljómsveit eða tónlistarmaður:  Trey Songz

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Fresh Prince of Bel-air

Uppáhalds knattspyrnulið: Birmingham City FC – fyrir  utan Hött að sjálfsögðu :)

Í hverju varstu lélegastur í skóla:  Stærðfræði

Hver er frægasti vinur þinn á facebook:  Emmanual Frimpong leikmaður Arsenal.

Ef þú gætir valið einn leikmann til að spila með Leyton Orient,hver myndi það vera og af hverju? :  David Beckham,einfaldlega af því hann er David Beckham

Það besta við fótboltann:  Vinna við það sem þú elskar að gera alla daga.

Jæja Ryan,af hverju Ísland? hvað hjálpaði þér að taka þá ákvörðun að koma og spila fyrir Hött? Ég fékk tækifæri til að heimsækja land sem ég hafði aldrei komið til og fá að spila aðalliðs leiki.

Hattarliðið er fullt af frábærum karakterum,hver var sá eftirminnilegastur: Kris Byrd

Innan Hattarliðsins eru líka nokkrir fyndnir einstaklingar,hver var fyndnastur?: Ragnar Pétursson

Hvernig eru hlutirnir að ganga fyrir sig hjá Leyton Orient?  Það gengur mjög vel,ég er búinn að spila 24 byrjunarliðsleiki og er orðinn aðalmarkmaður liðsins.

Hver eru markmið þín hjá Leyton Orient? mun tími þinn hjá Hetti hjálpa þér að ná þeim markmiðum? Markmið mitt er að spila fótbolta í sem hæðstum gæðaflokki sem mögulegt er,ef ég hefði ekki spilað með Hetti í sumar þá væri ég ekki í þeirri stöðu sem ég er í dag,takk fyrir að hafa mig.

Ætlar þú að heimsæka Egilsstaði í náinni framtíð? Já!!,ég vonast til að heimsækja ykkur í sumar og stoppa í nokkra daga,ef þið viljið fá mig í heimsókn ;)

Hvernig hugsar þú til Hattar og tímans sem þú dvaldir hjá okkur?  Dvölin hjá Hetti var ómetanleg og ég naut hverrar einustu mínútu!

Hver er sýn þín á Hött sem félags og hvað getur hann afrekað?Ég sé Hött fyrir mér í efstu deild á Íslandi í framtíðinni,gott fólk starfar hjá klúbbnum ásamt nokkrum góðum leikmönnum sem gætu hjálpað Hetti að ná í efstu deild.

Að lokum Ryan,er eitthvað sem þú vilt seigja við fyrrum liðsfélaga þína og aðdáendur liðsins?  Mig langar til að þakka kærlega hverjum einum og einasta sem hjálpaði mér að aðlagast klúbbnum og svæðinu og fyrir að láta mér líða eins og heima hjá mér frá fyrsta degi.Sjáumst í sumar!!

 

 

You are here