Austurlandsmót og leikmenn til skoðunar.

  • Skoða sem PDF skjal

grant schonberg

 

Austurlandsmótið er í fullum gangi og Höttur með 1 stig eftir tvo leiki.

Höttur mætir Fjarðabyggð í Austurlandsmótinu á Fellavelli kl 19:00 í kvöld fimmtudaginn 14.febrúar.Höttur er með tvo erlenda leikmenn til skoðunar,það eru Grant Schonber Bandarískur markmaður og Jonathan Taylor Enskur miðjumaður.

Vegna meiðsla í hóp Hattar munu einnig Runólfur,Elmar og Kristófer Kristjáns koma í leikinn frá Reykjavík ásamt Donys frá Vopnafirði.

Hörkuleikur framundan og áfram Höttur!! 

 

You are here