Körfuknattleikur

Yngri flokkar - Meistaraflokkur

Höttur í úrslitakeppni um sæti í Úrvalsdeild

  • Skoða sem PDF skjal

Haukar komu í heimsókn í gær í síðustu umferð Íslandsmótsins í 1. deild körfunnar.  Með sigri gátu Haukar tryggt sér efsta sætið í deildinni og þar með öruggt sæti í Úrvalsdeild að ári.  Sú varð raunin því okkar menn náðu sér ekki á strik í þessum leik.  Höttur hafði unnið þrjá mikilvæga sigra í röð, gegn Breiðabliki heima og Hamri og FSU úti, og þegar tryggt sér 4. sætið í deildinni.  Höttur vann 12 leiki og tapaði 6 í deildinni en það er einum sigri betra en á síðasta tímabili.

Haukarnir fara beint upp í Úrvalsdeild en liðin í 2.-5. sæti fara í úrslitakeppni um annað laust sæti í Úrvalsdeild.  Þar mun Valur mæta Þór frá Akureyri og Höttur mætir Hamri.  Það lið sem fyrr vinnur tvo leiki heldur áfram í úrslitaviðureignina.  Við getum átt von á hörkuviðureign við Hamar frá Hveragerði en í deildinni töpuðum við fyrir þeim heima en unnum þá úti.  Sá leikur var líklega okkar besti á tímabilinu 66-106 sigur gegn sterku liði Hamars á erfiðum útivelli.  Hamar hefur heimaleikjarétt í viðureigninni svo fyrsti leikur fer fram í Hveragerði, annar á Egilsstöðum og ef þriðja leikinn þarf til að knýja fram úrslit verður sá leikur í Hveragerði.  Leikdagarnir eru 3., 5. og 7. apríl.

Höttur setur stefnuna beint á Úrvalsdeild!  Úrslitakeppnin verður erfið en möguleikar okkar eru fínir og við þurfum að fylla íþróttamiðstöðina þegar við fáum Hamar í heimsókn 5. apríl.

Borði
You are here