Meistaraflokkar Hattar með sigra um helgina.

  • Skoða sem PDF skjal

gardar hottur    bryndis hottur

 

Meistaraflokkur kvenna hélt norður um heiðar og lék við Tindastól í Boganum meðan meistaraflokkur karla tók á móti Huginn/Einherji  á Fellavelli.

Stelpurnar léku þarna sinn fyrsta leik í lengjubikarnum þetta árið en þær eru í riðli með Völsung,Sindra,Fjarðabyggð og Tindastól.

Hattarstelpur gerðu góða ferð norður og sigruðu Tindastól 0-3 með mörkum frá Heiðdísi Sigurjóns,Siggu þjálfara og Fanney Kristinsdóttur en hún kemur til liðs við Hött frá Keflavík og er klárlega góð viðbót við sterkt lið Hattar.

Leikskýrsla Tindastóll - Höttur.

Næsti leikur hjá Stelpunum er gegn Fjarðabyggð í lengjubikarnum Föstudaginn 12.apríl í Fjarðabyggðarhöllinni kl 19:00 og hvetjum við alla til að rúnta á Reyðarfjörð til að sjá og hvetja stelpurnar til sigurs!

Meistaraflokkur karla spilaði 3 leik sinn í lengjubikarnum þegar Huginn/Einherji kom í heimsókn á Fellavöll,en áður hafði Höttur gert jafntefli við Leikni og tapað með naumindum gegn Fjarðabyggð.

Strákarnir sigruðu Huginn/Einherja 2-1 með mörkum frá Elvari og Garðari sigurinn hefði mátt vera stærri þar sem Höttur fékk fín færi til að bæta við mörkum en Huginn/Einherji voru þéttir og lágu til baka og lokatölur urðu 2-1.

Högni Helgason fékk 20 mínútur í leiknum og er hann að koma til baka eftir meiðsli,bara jákvætt.

Leikskýrsla Höttur - Huginn/Einherji

Næsti leikur hjá strákunum er gegn Magna Grenivík í Boganum Sunnudaginn 14.Apríl kl 15:00.

Áfram Höttur!!

 

 

 

You are here