Tímabilið að hefjast hjá mfl kvk

  • Skoða sem PDF skjal

Í kvöld kl 20:00 leikur mfl kvk sinn fyrsta leik í sumar þegar þær taka á móti Völsungi í Fjarðabyggðahöllinni. Völsungur er með sterkt lið í sumar og þarfnast því stelpurnar allan þann stuðning sem er í boði, þannig að við hvetjum alla til að mæta og styðja stelpurnar til sigurs!!!  

Næsti leikur sumarsins verður svo á fimmtudaginn kl 19:00 einnig í Fjarðabyggðahöllinni en þá mætast Höttur og Fjarðabyggð. Þessar stelpur hafa verið að æfa saman í vetur og er því ekki spurning um að þessi leikur verður stórskemmtilegur og fullur af baráttu! Þannig að fyrir sanna aðdáanda kvennaknattspyrnu (sem eru auðvitað fjölmargir þarna úti) er þessi leikur skyldumæting!
You are here